Skírnir - 01.04.1987, Síða 164
158
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKIRNIR
Ari Trausti Guðmundsson
ÍSLANDSELDAR
Eldvirkni á íslandi í 10.000 ár.
Vaka - Helgafell, Reykjavík 1986.
Island er meðal mestu eldfjallalanda heims, enda allt myndað af jarðeldi,
og eini staður jarðar þar sem rekhryggur sprungukerfis jarðar er ofansjáv-
ar. Eldstöðvar eru hér margvíslegar, en Sigurður Þórarinsson áætlaði að um
20 eldgos, stór og smá, hafi orðið á hverri öld að meðaltali síðan byggð
hófst í landinu. Enda hafa eldgos oftlega gripið inn í Islandssöguna og næg-
ir þar að minna á Skaftárelda 1783, sem við lá að yllu þjóðarflutningi til
Jótlands, Oskjugosið 1875, sem hrakti fjölda íslendinga til Vesturheims, og
gosið í Heimaey 1973, sem flæmdifjölda Vestmannaeyinga til meginlands-
ins svo margir áttu ekki afturkvæmt. Er því ekki vonum fyrr að íslenzk
jarðeldabók kemur út, ætluð almenningi.
Eldfjallafræði stendur a.m.k. þremur fótum hér á landi: Skráðar heimild-
ir, mismunandi áreiðanlegar að vísu, ná allt til fyrstu ára landnáms hér;
gjóskulög í jarðvegi geyma eldgosasögu síðustu 10.000 ára; og á síðustu
áratugum hafa rannsóknir á virkum eldfjöllum landsins aukizt mjög.
Víða um land finnst í jarðvegi gosöskulag, sem kallað er Landnámslagið,
og myndazt hefur nálægt 900. Þess er ekki getið í fornum bókum, en hins
vegar segir Landnáma frá öðru stórgosi sem orðið hefur um 30 árum síðar.
Gos þetta hrakti Hrafn hafnarlykil og Molda-Gnúp frá búum sínum:
Hrafn hafnarlykill var víkingur mikill; hann fór til Íslands og nam
land milli Hólmsár og Eyjarár og bjó í Dynskógum; hann vissi fyrir
elds uppkomu og færði bú sitt í Lágey ... Gnúpur fór til íslands fyr-
ir vígasakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og
Alftaver allt; þar var þá vatn mikið og álftveiður á. Molda-Gnúpur
seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt
áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfða-
brekku og gerðu þar tjaldbúðir er heitir á Tjaldavelli.
Þessa lýsingu taldi Þorvaldur Thoroddsen eiga við gos í Eldgjá um 950;
síðan komst í tízku um tíma að trúa engu sem á fornum bókum stendur, og
töldu menn þá Landbrotshraunið miklu eldra en landnám. Einn helzti
upphafsmaður efa um heimildagildi fornbókmennta vorra mun hafa verið
Björn M. Olsen, fyrsti rektor Háskóla íslands, en áhrifamesti boðberinn
var Sigurður Nordal. Max Weber segir um æskumenn í Þýzkalandi á 2. tug
þessarar aldar, um þær mundir er Sigurður Nordal sat við fótskör Björns
M. Olsen í Háskólanum:
Við skiljum ekki þau máttarvöld, sem útdeila fræðilegri hugljómun,
en greinilega njóta sumir menn hylli þeirra öðrum fremur. Sú stað-