Skírnir

Volume

Skírnir - 01.04.1987, Page 166

Skírnir - 01.04.1987, Page 166
160 SIGURÐUR STEINÞÓRSSON SKÍRNIR mikilvirki fjölmiðlamaður og rithöfundur um náttúrufræðileg efni, tekið upp þráðinn með bókinni íslandseldar sem hér er til umfjöllunar, og hann tileinkar minningu Sigurðar Þórarinssonar. Ari Trausti hefur með þessari bók unnið verk, sem e. t. v. hefði staðið ýmsum öðrum nær að vinna, en þeir ekki gert. Ber honum lof fyrir dugnað sinn og framtak, auk þess sem mjög mikið hefur verið lagt í útgáfuna, ekki sízt myndefni hennar. Séu íslandseldar bornir saman við eldfjallasögu Thoroddsens, munar mestu um myndirnar. I Thoroddsen eru fáar myndir, að sjálfsögðu svart-hvítar og heldur óhrjálegar, en litmyndir fylla meira en helming nýju bókarinnar: landslagsmyndir af ýmsu tagi, kort og skýring- armyndir. Landslagsmyndirnar eru misgóðar eins og gengur, margar mjög fallegar en þó allmargar of dökkar eða daufar, eða sýna lítið. Höfundar þessara mynda eru margir, og hefur Ari Trausti tínt þær saman úr ýmsum áttum. Mismunandi kröfur má gera til ljósmyndunar eftir tækifærinu sem þær voru teknar við. Sé um einstæða ljósmynd af sjaldséðum atburði að ræða, má hún gjarnan vera listrænt hversdagsleg, eins og myndin af upphafi Heklugoss 1980 á bls. 93, en séu myndir verk atvinnuljósmyndara sem „sitja um“ myndefni sitt eins og veiðimaður um bráð, má gerameiri kröfur. Af mörgu er að taka um dæmi góðra og slæmra mynda í íslandseldum, og eru þessi nánast af handahófi: Kröflumyndir Sigurðar Þórarinssonar (bls. 17 og 24) eru listaverk og yfirlitsmyndir Odds Sigurðssonar (bls. 28) og Bessa Aðalsteinssonar (bls. 41) afarfallegar. Herðubreiðarmyndin ábls. 12 er hins vegar ein hin hversdagslegasta sem ég hefi séð af því fjalli, loftmynd- irnar á bls. 69,131 og 147 (svo dæmi séu nefnd) sýna lítið og eru dauflegar ljósmyndir, en myndin á bls. 114 gæti verið hvaða dökk klessa sem er. Gunnar H. Ingimundarson hefur teiknað kortin í bókinni, svo og nokkrar aðrar skýringarmyndir. Myndir þessar eru yfirleitt ekki annað en endurteikningar úr eldri ritgerðum - útbreiðslukort gjóskulaga frá Sigurði Þórarinssyni, kort af eldstöðvum eftir ýmsa höfunda o.s.frv. - og hafa myndirnar oftast batnað í meðförum Gunnars, enda býður litprentunin upp á meiri fjölbreytni en svart-hvít teikning. Sum kortin eru samt óþægi- lega og óþarflega óskýr, t.d. Heklukortið á bls. 91.1 ljósi þess hvernig þess- ar myndir eru til komnar má það kallast ofrausn að skrá Gunnar Ingi- mundarson fullu nafni neðan við hverja mynd, en upprunalegan höfund í sviga - hið gagnstæða hefði verið nær. Þriðji flokkur myndefnis eru skýringarmyndir sem Eggert Pétursson myndlistarmaður hefur gert, vafalaust eftir forskrift Ara Trausta. Reynt er að gera mönnum í hugarlund stærð jökulhlaupa eða gjóskulaga með ýms- um brögðum, svo sem samanburði við Hallgrímskirkju í Reykjavík, og þarna eru allmörg „hugsanleg þversnið" gegnum eldstöðvar, svo dæmi séu nefnd. Allt er þetta góðra gjalda vert, en hitt er verra, að margar þessara mynda standast ekki skoðun - í þeim eru grundvallarvillur. Á mynd af eld- stöðvakerfi á bls. 21 hefur kvikuþró og gossprungusveimur lent til hliðar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.