Skírnir - 01.04.1987, Síða 168
162
SIGURÐUR STEINÞÓRSSON
SKÍRNIR
rammur atorkumaður sem má ekki vera að því að fínpússa eða hugsa í
þaula, heldur lætur það standa sem fyrst kemur á pappírinn. Dæmi um
fljótfærnislegar eða grunnhyggnar setningar eru legíó:
Yfirleitt má þekkja nútíma gosmyndun frá eldri jarðmyndunum á
því að hún er ekki jökulrispuð og stundum lítið rofin. Oruggast er
samt að reyna að aldursgreina myndunina. Það er m.a. gert með því
að athuga lífrænar leifar . . . (bls. 11)
I gosrásinni hefur svo kvikan skilist að í hraun, laus gosefni
(gjósku) og lofttegundir sem rjúka burt. (bls. 16)
Apalhraun mjakast áfram líkt og hægfara skriða og þau verða úfin
og gjallborin hið efra. (bls. 16) [Apalhraun heita þau af því að þau
eru úfin og gjallborin hið efra.]
Með tímanum verður basaltgler gjóskunnar að brúnu gleri. Hart
berg af þeirri gerð er móberg. (bls. 18)
Jarðeldurinn fyllir upp í sárin sem plötuskriðið ristir í yfirborðið
á íslandi. (bls. 20)
Þótt að ýmsu megi finna í íslandseldum er bókin um margt glæsileg og
ætti raunar að valda vissum þáttaskilum í útgáfu náttúrufræðibóka hér á
landi. Bækur skreyttar litmyndum hafa að vísu verið gefnar út hér á landi
oft áður, t.d. um eldgos, jökla, blóm og fugla, og þótti engum mikið. En ís-
landseldar er ekki fyrst og fremst myndabók - eða er a. m. k. ekki ætlað að
vera það - heldur hálf-fræðileg bók um eldfjallafræði og eldfjallasögu,
þrungin staðreyndaefni. Með sívaxandi tækni ættu litprentaðar bækur ekki
að þurfa að vera miklu dýrari en svarthvítar, en hafa hins vegar marga yfir-
burði (þótt góð svarthvít ljósmynd sé iðulega fallegri en lunginn af þeim lit-
myndum sem menn eru að taka nú til dags). Ný tækni leysir höfunda samt
ekki undan þeirri skyldu að vanda sig og „flýta sér hægt“. Það gera blaða-
menn yfirleitt ekki, að því sagt er, og kostir og gallar íslandselda eru ein-
mitt þeir sem kenna mætti við blaðamennsku: uppsetningin og málfarið,
með fyrirsögnum sem ætlað er að vekja forvitni, og hneigð til æsifréttastíls,
kunna að létta bókina og gera hana áhugaverðari í sumra augum, en jafn-
framt er visst fljótfærnisyfirbragð einn hennar versti löstur. Enda má ætla
að hún hafi verið unnin í kapp við tímann, eins og flestar bækur sem gefnar
eru út hér á landi, til þess að verða hluti af jólabókaflóðinu.
Þegar Jarðfræðafélag Islands var stofnað 1966 voru í því 13 félagar, nú
nálgast þeir 200. Þrátt fyrir þessa miklu fjölgun jarðvísindamanna hefur
þeim ekki fjölgað sem skrifa aðgengilega á íslenzku um fræðin. Þeir Guð-
mundur Kjartansson og Sigurður Þórarinsson skrifuðu t.d. líklega meira í
Náttúrufrœðinginn tveir einir en allir hinir 200 gera nú. Ari Trausti Guð-
mundsson hefur tekið upp það merki af miklum myndarskap, enda verður
því aldrei neitað að með þessu verki sínu hefur hann unnið starf sem sann-