Skírnir - 01.04.1987, Side 174
168
HELGI SKÚLI KJARTANSSON
SKÍRNIR
Gylfi GrÖndal
ÆVIDAGAR TÓMASAR PORVALDSSONAR
ÚTGERÐARMANNS
I. Byggð bernsku minnar.
Setberg, Reykjavík 1986.
Þórunn Valdimarsdóttir
AF HALAMIÐUM Á HAGATORG
Ævisaga Einars Ólafssonar í Lækjarhvammi.
Örn og Örlygur, Reykjavík 1986.
Minningar bónda og útgerðarmanns
Ég HEF FYRIR mér tvær þeirra fjölmörgu (15-20?) minningabóka sem settu
svip á bókamarkaðinn á liðnum vetri. í ýmsum atriðum eru þessar bækur
dæmigerðar fyrir sína bókmenntagrein, minningabækurnar. Báðar eru rit-
aðar með söguhetju sína að aðalheimildarmanni, roskinn mann og alkunn-
an framámann á sínu sviði þjóðlífsins; báðar tvinna saman einkareynslu
sögumanns og kynni hans af fróðlegum söguefnum öðrum; og báðar falla
að útgáfutíma, stærð og búningi í flokk venjulegra jólabóka, þótt önnur sé
reyndar hluti af fjölbindaverki, sem ekki er sjaldgæft um minningabækurn-
ar.
Það er á hinn bóginn sérkenni þessara bóka - ekki einsdæmi um minn-
ingabækur, en þó nógu sjaldgæft til að vekja athygli - að báðum fylgir skrá
um heimildarit, tugir bóka, blaða, greina og viðtala tilfærðir í hvorri bók.
Ritaskráin sýnir að höfundar líta ekki á sig sem einbera skrásetjendur þess
sem söguhetjan kann frá að segja, heldur eru þau Gylfi og Þórunn sagna-
ritarar sem hafa frásögn söguhetju að aðalheimild en bæta hana upp með
öðrum heimildum þegar tilefni er til. Þó lætur hvorugt þeirra sannfræði-
grúskið afsaka sig frá því að leggja fulla rækt við listrænan og aðgengilegan
búning frásagnarinnar, heldur eru hér tvær alvarlegar tilraunir til að nota
viðtekið form minningabókarinnar til að sameina traust heimildargildi og
læsilegt form.
Saga Einars í Lækjarhvammi er allmikil bók, meginmálið yfir 230 letur-
drjúgar síður. Saga Tómasar er um 190 stórletraðar síður, en hún fylgir ekki
heldur sögumanni nema rétt fram um tvítugt, þannig að þar er langtum
hægar yfir sögu farið. Báðum, og þó einkum sögu Tómasar, fylgja ljós-
myndir, og eru myndatextarnir vandaðir, t. d. er leitast við að nafngreina
fólk á hópmyndum. I báðum bókunum er líka nafnaskrá (þ. e. manna-
nafnaskrá eða persónuskrá) er virðist mjög vönduð og sögð fullnægjandi
deili á mönnum. („Snæbjörn Stefán Kaldalóns, lyfjafræðingur“ er t. d. til-
færður í nafnaskrá Gylfa þótt aðeins sé í bókinni sjálfri talað um foreldra
hans „ásamt. . . börnum þeirra þremur, Snæbirni, Þórði og Selmu“.)
I báðum bókunum er frásögnin öll lögð í munn sögumanni í fyrstu per-
sónu. Þá leyfir formið ekki að skipulega sé gerð grein fyrir notkun annarra