Skírnir - 01.04.1987, Síða 179
SKIRNIR
RITDÓMAR
173
brast af harmi. Og núna gengur stúlkan ljósum logum um húsið og garðinn
og tekur þó nokkurn þátt í því jarðneska lífi sem hún var svikin um.
Um miðbik sögunnar, nánar tiltekið í 7. kafla af alls 13 köflum sögunnar
á blaðsíðu 67 til 78 er sögutími hálfnaður, því sagan hefst að vori og henni
lýkur að hausti og nú voru júnílok. I kaflanum segir:
Það er yfir öllu þessi skammvinna kyrrð sunnudagsins sem stundum
kemur að afloknu hádegi þegar helgin hvílir líkt og í hlutlausu jafn-
vægi milli eftirvæntingar laugardags og stjarfa mánudags. Það eru
fáir á ferli. (68)
Það sama má segja um sögu höfundar. Hún blundar hér, um það bil
miðja vegu á leið til hafs. Þetta er svikahlé fyrir hvörfin. Allur fyrri hluti
kaflans leggur áherslu á þetta logn, höfundur er að sækja í sig veðrið.
I eldhúsglugganum suðar fiskiflugan; stór, svört og gljáandi flýgur
hún aftur og aftur á glerið, leitar upp, niður, til beggja handa ... (67)
Vélar frystihússins og rækjuverksmiðjunnar eru hljóðar, og reykur-
inn úr mjölinu er eins og mjór þvengur bundinn í himininn. I fjör-
unni garga nokkrir mávar út af æti, en það er eins og vanti allan kraft
í kryt þeirra . . . Flugan situr hreyfingarlaus í glugganum, aðeins
fálmararnir iða ótt og títt. Kristín lokar augunum. Þær eru einar
heima systurnar. Gullý situr inni hjá Hrefnu og þær hlusta dáleiddar
á Boy George syngja um kraftaverkið mikla . . . Pési er löngu lagður
af stað í leiðangurinn í þrjúbíóið með Hörra og Sigga, allir vopnaðir
teygjubyssum. . . (69) Flugan leggur af stað enn eina ferðina um
glerið. Suð hennar magnast, blandast urri saumavélarinnar. . . (70)
Og eins og flugan sem leitar útgöngu með æ meira óþoli magnast spenn-
an hið innra með Kristínu og fyrsti hnútur sögunnar tekur að rakna. Því nú
er komið að höfundi að leysa flækjuna. Fyrst verður Kristín fyrir okkur.
. . . blandast urri saumavélarinnar og laglausu rauli Svönu og rennur
saman í þungan dyn fyrir eyrum Kristínar, og nóttin læsir aftur í
hana klóm sínum, hefur aldrei sleppt takinu, og hana langar mest af
öllu til að fara að grenja. Hágrenja. Þetta er allt svo andstyggilegt.
(70)
A þessu sunnudagssíðdegi verður Kristínu ljóst að hún elskar Skúla, að
allt annað er einskis virði, líka það að taka stúdentspróf á Akureyri. Og
hvernig gat hún, sem var trúlaus - eða var hún það ekki? - hrópað á guð sér
til hjálpar og Skúla þegar górillurnar tvær voru búnar að berja hann nær til
dauðs á ballinu?