Skírnir - 01.04.1987, Side 180
174
RANNVEIG G. ÁGÚSTSDÓTTIR
SKIRNIR
Svana. Hana langar til að spyrja hana - segja henni - segja henni
hvernig henni fannst eitt andartak eins og blóð þeirra rynni saman,
eins og hvert högg á hann hitti hana líka svo að henni fannst hún vera
að deyja, drukkna í einhverju sem hún vissi ekki hvað var, öldur
þeyttu henni upp, þyrluðu henni með sér út í veruleikann, gerðu að
engu allt það sem hún vissi áður. Hana langar til að segja Svönu það
. . .(73)
Þannig tekur saga hverrar persónu nýja stefnu og saga þeirra allra mynd-
ar eina heild innan í þessu stóra gamla húsi sem gæti verið heimurinn. Um
leið breytist frásagnarhátturinn svo að hann verður lotulengri en fyrr.
I lok sögu stendur konan með hárið svart og ólgandi eins og haf í kompu-
dyrum Gullýar.
Það lýsir af henni þar sem hún stendur þarna, hún sýnist yngri, glað-
ari, allt að því eitthvað léttúðugt við hana þar sem hún hallast upp að
dyrastafnum og brosir kankvíslega til Gullýjar, andlit hennar ein-
hvern veginn svo kunnuglegt. Gullý horfir á hana, og um syfjaðan
huga hennar flögra undarlegar hugsanir, um tímann, um lífið, um
dauðann, um ævintýri riddarans og stúlkunnar fögru sem Petra
sagði henni þegar hún var lítil, og skyndilega sér hún birtast fólk í
síðu svörtu hári konunnar í dyrunum, það streymir undan hári
hennar, og tíminn hefur snúist við, aftan úr grárri forneskju horfir
Gullý á fólk hússins, hlustar á kvein þessarar löngu fylkingar, hlátra
hennar og dyn, horfir á allt þetta iðandi stritandi mannlíf eins og
margar kvikmyndir á sama tjaldinu í senn . . . Hún finnur lyktina af
blóðböndum allra manna, alls sem er, og þungur sterkur andardrátt-
ur lífsins umlykur hana, fáein hrapandi augnablik, fögnuðurinn
svellur í brjóstinu; hún, jörðin, hafið, og nú allt þetta fólk, og eitt
ótrúlegt andartak finnur hún í hendi sér þráðinn sem tengir þetta allt
saman, veit í örfleygri svipan að ekkert getur eyðilagt hann, ekkert
grandað honum. (147) „Eg er alltaf hér“ hljómar örveikt hvísl aftur
úr rökkrinu. (148)
Þannig lokast sagan inni í heimi ástarinnar, ástinni sem hefur mörg andlit
svo að hún hæfi öllum og tryggi viðhald lífsins. Eða er það svoleiðis?
Hvað með persónur hússins? í kjallaranum býr Kjartan, þrjóskur upp-
finningamaður og trúaður dellukall. Eiginlega veit lesandi ekki hvort hann
hefur fundið upp tölvuna og sjónvarpið en getur vel trúað því. Nú vinnur
hann að nýrri tölvu sem hann kallar Karitas og á hún að geta sagt mun á
réttu og röngu. Kjartan verður áhrifavaldur í lífi Pésa. Hann er svolítið dul-
arfullur og útundir sig. Hann elskar vélarnar sínar, sbr. heitið Karitas
(kærust).
1 sama kjallara býr Oddfríður (Odda) með syni sínum Þorleifi Oddfríð-