Skírnir - 01.04.1987, Page 181
SKIRNIR
RITDÓMAR
175
arsyni (Leifa), síðar Þorleifi Guðmundssyni. Leifi elst upp föðurlaus hjá
móður sem sér ekki sólina fyrir honum. Hann kann henni ekki miklar
þakkir fyrir allt þar til hann hefur fundið föður sinn. Þá fyrirgefur hann
móður sinni og lokkar hana til að heimsækja þá feðga, en það hafði hún
svarið að aldrei í lífinu skyldi hún líta þann mann framar sem var faðir hans
Leifa. En svona gerir maður ýmislegt þvert á það sem maður hefur ætlað
sér.
Leifi litli, strákhvolpurinn, sem orðinn er 19 ára og í raun ekkert barn, er
bálskotinn í Kristínu og það er hann sem lendir í „veseni“ á ballinu sem fyrr
er nefnt og lætur sig hverfa, stingur af til Reykjavíkur. Odda leitar hans alls
staðar. En hún vill ekki láta hann sjá sig, svo að hann þurfi ekki að skamm-
ast sín. Það er líka gömul trú að konur megi ekki vera nærstaddar þegar bát-
ar leggja frá landi. „Þess vegna beið hún álengdar, faldi sig bak við kassastæð-
ur innan um netadræsur og ónýta bobbinga og reyndi að gera sig ósýni-
lega.“ Og nú er hann hlaupinn á brott, allt út af þessu „veseni“ með hann
og Kristínu. Astarsaga þessara mæðgina er áhrifamikil, hvernig móðirin
upplifir vaxandi ást sonar síns á Stínu, sem þegar er hálftrúlofuð Skúla. í
meðförum Fríðu upphefst hversdagslegur söguþráður í æðra veldi. Tökum
þessar línur:
. . . byrjar Odda aftur að tala . . . Hún hefur séð það, hún er ekki
blind, en hún ásakar ekki Kristínu, þau mega ekki halda það, það er
ekki henni að kenna, það er engum að kenna. Það er ástin. En það
segir hún ekki upphátt. I allt vor hefur hún horft á þau, fylgst með
honum, séð hvernig hann flækti sig meira og meira í því sem hann
vissi ekki hvað var, en um það talar hún ekki, ekki heldur um sárind-
in og hjálparleysið yfir því að geta ekkert gert, og reiði, einhvers
staðar undir niðri er reiði. Hann var eins og óviti með nýtt leikfang,
skildi ekki neitt, hélt að ástin væri eins og í reyfurunum, í sjónvarp-
inu, glingur til að leika sér með; Hann þekkti ekki mátt hennar, vissi
ekki að hún er eins og eldingin, eins og hafið, óskiljanleg og leyndar-
dómsfull, að hún gefur engin grið, enga undankomu, því hún er
bálið, eldurinn sem lífið brennur í; og sá sem hefur gengið í gegnum
bálið verður aldrei samur aftur. Það veit Odda. Þó hún tali ekki um
það. Um sumt er ekki hægt að tala. En hún þekkir ástina. (95)
Leifi brennur af ást sem ekki er endurgoldin. Eins er með Steina sem býr
í norðurherberginu á rishæðinni. Milli þeirra Steina og Svönu (Svanhildar
á miðhæðinni) rís aldan hvað hæst. Hann elskar hana frá því hann var
strákur, en hún elskar tengdason Ásgeirs gamla útgerðarmanns, hann
Ágúst, sem aftur er faðir Gullýjar dóttur hennar. Kristín er systir Svönu en
fyrirlítur hegðun hennar og blygðunarlaust framferði þeirra Gústa þar sem
þau elskast svo að segja á almannafæri og baða sig nakin í háfjallavötnum.
Hvað ætlar þessi systir hennar? Heldur hún virkilega að Gústi muni giftast