Skírnir - 01.04.1987, Page 190
184
ÁSTRÁÐUR EYSTEINSSON
SKÍRNIR
það syndafall í sagnaheimi Einars sem áður var á minnst og sem hér birtist
okkur í bitleysi hinnar saklausu gamansemi sem á vissan hátt dugði til að
brúa bilin í barnaheimi fyrri bókanna; í Riddurunum segir Jóhann raunar
á skemmtilegu myndmáli frá því að eftir missætti þeirra Ola fari þeir „bara
í bílaleik og keyrum yfir brýrnar sem brotnað hafa á milli okkar“ (55). I
Eftirmálanum er margoft bent á að persónur og umhverfi sé umvafið
myrkri, regndropum og þögn; kannski felst syndafallið ekki síst í því að
fólk nær ekki saman, er ekki fært um að „leika sér“. En að hve miklu leyti
þetta hrun gamanseminnar er vísvitað verk Einars læt ég öðrum eftir að
dæma.
Heimur á eigin forsendum ?
Sagnaheimur Einars er sem fyrr segir tiltekið hverfi í borg sem heitir
Reykjavík, en að öðru leyti er ekki beinlínis um raunsæja borgarlýsingu að
ræða. Hverfið á að standast sem heimur út af fyrir sig, heimur sem skírskot-
ar til borgarlífs raunverunnar, en gerir það á eigin forsendum, eftir sjálf-
sköpuðum lögmálum ef svo má að orði komast. Með þessu móti er hægt að
skapa úr sögusviðinu eins konar heimskerfi sem túlkar raunveruleikann á
þann veg sem minnir á fornar goðsögur, enda eru slík sögusvið iðulega
nefnd goðsagnaheimar. Um slík nútíma-goðsögusvið höfum við fjölmörg
dæmi úr bókmenntum aldarinnar, ekki síst hjá módernistum, er sjá þetta
sem frjóan valkost þegar snúist er gegn realískri endurspeglun ytra veru-
leika. Sem dæmi má nefna Tangaþorp Guðbergs Bergssonar, Yoknapat-
awpha-hérað Faulkners, fríríkið Danzig í verkum Gunters Grass, Mac-
ondobæ Gabríels García Marquez og Dyflinni James Joyce. Hjá ýmsum
höfundum sem þetta stunda fer einnig mikið fyrir vísunum í hinar fornu
goðsögur, og hefur þessi tvenns konar notkun goðsagnahugtaksins stund-
um valdið nokkrum ruglingi, sem enn vill raunar aukast sökum þess að
hugtakið „goðsaga" er líka oft notað í merkingunni rótföst lygisaga.
Eins og sést í Eftirmála Einars er þessi síðasta merking hugtaksins þó
ekki alveg úr vegi því sköpun slíks goðsagnaheims gengur oft mjög á skjön
við þann „sanna“ veruleika sem við teljum rökhyggju okkar og skynsemi
bera vitni um. Einar innleiðir vissulega ýmis fyrirbæri úr „lygisögum" í
þennan heim sinn eins og best sést á áðurnefndum draugagangi, auk þess
sem ýmis áhöld eru um mörk draums og vöku. Hins vegar sýnist mér Einar
ekki treysta goðsagnaveröld sinni nægilega til að halda utan um þessa sam-
þættingu raunsæis og yfirnáttúrulegra fyrirbæra og um þverstæðurnar sem
af henni leiða. Þannig sér hann ástæðu til að benda lesanda á að jarð-
skjálftakippir og óveður í sögunni hafi aldrei mælst af veðurfræðingum, og
að það sé „líktog veruleikinn sé bara sjónhverfing sem öðru hverju tendrast
í augum . . .“ (66). Þannig glatar hann að miklu leyti þeim áhrifum sem fást
með því að láta eins og „ekkert sé“ meðan slíkt samspil fer fram. Eg tek sem
dæmi um slíkt samspil (og húmorinn sem því getur fylgt) atriði úr Hundrað
ára einsemd eftir „læriföður“ Einars, García Marquez. Synir Jose Arcadio