Skírnir - 01.04.1987, Side 196
190
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
Steinunn Sigurðardóttir
TÍ M AÞJ ÓFURINN
Iðunn, Reykjavík 1986.
Þessi SAGA er sögð af aðalpersónunni. Við kynnumst öllu í gegnum hennar
vitund og kynnumst raunar aðallega hennar vitund. Þetta er efnuð kona og
stórættuð, falleg og eftirsótt, menntuð og fáguð, málakennari við mennta-
skóla. Hún er einhleyp, þrjátíu og sjö ára gömul þegar sagan hefst, en henni
lýkur sjö árum síðar. Hún býr ásamt systur sinni og unglingsdóttur hennar
í bernskuheimili þeirra við sjóinn, gömlu timburhúsi.
Frásagnarháttur sögunnar er mikil nýjung í því hversu breytilegur hann
er; þannig sýnir hann sálarástand aðalpersónu. I upphafi ber mest á gal-
gopaskap, svosem (bls. 7); „Gisin ský eru á hendingskasti svo það kviknar
og slokknar á sólinni einsog biluðum vita.“ Söguhetjan er sjálfsörugg og
segist stjórna ferðum elskhuga sinna inn og út úr húsinu í Skjólunum eins
og umferðarlögregla (bls. 22). Elskhugana nefnir hún bara eins og í leið-
inni, þeir verða smáir hjá henni. Steindór latínukennari er einskonar full-
trúi þeirra allra, hún sýnir hann hundslegan og vælandi. Af sömu lítilsvirð-
ingu talar hún um lítinn doktor í eðlisfræði sem hafði skamma viðdvöl í
járnrúmi landlæknishjónanna (bls. 64). En Alda þessi er ekki öll sem sýnist
frekar en annað fólk. Kannski er þessi lítilsvirðing á elskhugunum bara
brynja, síðar (bls. 107) segist hún alltaf hafa flúið af bólmi ástarinnar (nema
þetta eina skipti sem varð henni að falli). Fyrr kemur fram (í afneitunum,
bls. 31) að hún átti “andlausa æsku fordekruð í skjóli efnaðra aristókrata
sem aldrei skildu hvað barni leið eða mundu ekki eftir að taka nótís. Sam-
bönd mín við pilta voru [...] á skjön og til þess eins að fá jarðsamband.“ Og
þrátt fyrir yfirlýsingar hennar birtist afbrýðisemi í því að hún gerir lítið úr
öðrum konum, sigursælum keppinautum sínum (t. d. bls. 64, 109, 113).
Allir geta átt veikleika, en sá sem neitar að viðurkenna sína verður ofur-
seldur þeim. Saga Öldu verður fullkomin andstæða þeirrar myndar sem
hún gefur af sér í upphafi, hún brennur upp í ástarbáli og ástarsorg sem
verður margra ára einæði; það er meginefni sögunnar. Það er verulega vel
til fundið að hafa elskhugann mikla óljósan, þannig skilst að hann skiptir
ekki máli í sjálfu sér, heldur er tilviljunarkennt tilefni ástarinnar. Utlithans
hrífur hana, hann er nær tveggja metra hár, dökkhærður, bláeygur og and-
litið eins og tungl í fyllingu! En skapgerð hans lýsir hún af miskunnarlausri
skarpskyggni í huga sér áður en samband þeirra hefst (bls. 27):
Ég veit alveg hvernig maður þú ert. Dauðsfall þér óviðkomandi get-
ur eyðilagt heila helgi, en ég gruna þig um ísöld augnanna vegna. Eg
get vel sagt þér sem ég sit hér: Það er einkenni sentimental manna að
lifa lífinu vælandi út af hlutum sem káfa ekki upp á þá. En ef þeir
stíga fæti á sína nánustu og merja undir táberginu þá taka þeir ekki