Skírnir - 01.04.1987, Page 197
SKÍRNIR
RITDÓMAR
191
eftir því. Ekki vildi ég vera konan þín. Nema hún sé svo lánsöm að
vera alveg blind.
Fyrirboðar
Það er ills viti að söguhetjan skuli síðan taka til við að fleka slíkan mann, og
ekki vænka horfurnar við þær upplýsingar um fyrri ástasambönd hennar
sem áðan voru raktar. Astarsorg Steindórs í upphafi sögunnar er fyrirboði
um örlög Oldu, þar sem hlutverkaskipan snýst við. Steinunn raðar niður
fyrirboðum í stíl Islendingasagna, lítt áberandi og ekki augljós merking
þeirra. Þannig vaknar lesendum sterk tilfinning fyrir því að söguhetjan
flani að feigðarósi í þessu ástarsambandi. Ekki batna horfurnar þegar elsk-
endurnir kveðjast af því að hann er að skreppa þrjár vikur til Mexíkó. í orð-
um þeirra koma fram gerandstæðar væntingar, svo lesendur geta séð
gleggra en sögumaður (bls. 55):
Þessar þrjár vikur verða fljótar að líða. Segir þú. Ég hefði aldrei
sagt það. [...]
Svo bít ég höfuðið af skömminni með nokkrum meitluðum setn-
ingum: líklega sé hann betur kominn með konunni sinni en mér, það
sé á okkur viss aldursmunur og þaraðauki dragi ég ekki í efa að sam-
band hans og frúarinnar sé bara prýðilegt. Heimsmet í ofraunsæi,
Alda þó.
Enda segist hann þá aldrei hafa sagt annað en hjónabandið sé takk
bærilegt.
Og orð hennar voru þó augljóslega sögð til þess eins að hann mótmælti
þeim!
Það eykur á áhrifamátt fyrirboðanna, þegar þeir eru settir fram
myndrænt, svosem þegar Alda býður Antoni heim með sér fyrsta sinni og
sýnir honum fjölskyldumyndir, m.a. gamla mynd af sér skælbrosandi (bls.
34):
En áhugi sögukennarans beinist að annarri mynd. Ég á náttkjól með
Öldu brúðu. Sem þá var stærri en eigandinn. Á þeirri mynd er öll
gleði úr sjö ára andliti. Það er lokað og myrkt af þjáningu heimsins.
Áttrætt andlit. Aftur á móti brosir dúkkan samkvæmisleg mér við
hlið.
Þessi mynd sýnir óvænt djúp undir yfirborði hinnar hressu Öldu, sem
líkist frekar dúkkunni. Myndin er fyrirboði þeirra þjáninga sem Alda á eft-
ir að þola vegna Antons. En um hann segir hún þá (bls. 138): „Hann kann
ekki að þjást. Það er lykillinn að honum. Um slíka menn er sagt að þeir séu
sterkir. Það er aldrei sagt að það vanti eitthvað í þá.“ Þetta er lykilatriði í