Skírnir - 01.04.1987, Page 199
SKÍRNIR
RITDÓMAR
193
minna jólaljósin hana helst á blóm sem springa út um hávetur, tákn ástar-
innar sem sigrast á erfiðum aðstæðum (bls. 43):
Skammdegisbærinn er brosandi land.
Rauðuljós á svölum
tendruð beinlínis okkur, mér+þér
Gluggaljós, geimljós. Utsprungin á skemmsta degi.
Þetta magnast æ meir, og verður skjótt svona (á bls. 51-2):
Fjölda orða hefur maður ekki tök á að skilja fyrr en maður kynnist
þeim.
ÓÞREYJA er eitt af þeim.
Óþreyjan eftir þér, ástin mín
undir heiðríkum himni í hádegissól
Óþreyja
óljós einsog íslensk vindátt
einstökusinnum góð
eins og framvinda skýjanna í júlí.
Astæðulaus, óttaleg
vellyktandi óþreyja einsog kornabarn
hörð einsog brim,
óþreyjufull, óljós
óþreyjan eftir þér ástin mín.
Hér kemur fram hve ofurseld tilfinningum sínum söguhetjan er, en í
upphafi ástarævintýrisins þykist hún alveg róleg þótt elskhuginn komi ekki
(bls. 44). Á kveðjustundinni hverfur stíllinn frá þessari ljóðrænu, eins og sjá
má af dæminu hér að framan (af bls. 55), og þegar hún fer að bíða hans frá
Mexíkó verður allt grátt, skítugt og ljótt. Það sýnir tilfinningar hennar, og
er jafnframt óheillavænlegt (bls. 57-62):
SÍÐASTA VETRARDAG
er vorfnykur í nös. Eg tíni rusl. Myglaðan ópalpakka úr beði,
sígarettustubb. Grasið er ekki gras, heldur leifar.
Stíllinn færist aftur í upphaflegt form „ÞEGAR HANN KOM
AFTUR“ (bls. 64-70), en verður svo æ ljóðrænni eftir því sem ótvíræðara
verður að hann er hættur við hana. Það sýnir hugarstríð hennar, enda verð-
ur stíllinn hversdagslegri þegar hún reynir að jafna sig (bls. 77-8). Hún
Skírnir- 13