Skírnir - 01.04.1987, Síða 202
196
ÖRN ÓLAFSSON
SKIRNIR
tiltölulega huggulegt og hreinlegt gamalmenni til að klappa og halda
í höndina á, meðan manni er hlíft við kossaflensi.
Bygging
Byggingu sögunnar má kannski líkja við öldugang. Fyrsta aldan tekur yfir
áttundapart sögunnar, við kynnumst Oldu og hennar nánustu. Anton
verður áberandi á afmælisdegi Öldu, sem lýkur með því að Steindór drepur
sig. Eigum við ekki að kalla þann dag öldufaldinn. Síðan koma viðbrögð
við dauða Steindórs nokkra daga, útfiri. Ný alda rís með því að Alda leggur
snörur sínar æ ákveðnar fyrir Anton, ástarævintýri þeirra er lýst á einungis
12 bls., ámóta langt mál fer í að lýsa óþreyjufullri bið hennar eftir honum,
en hálfu lengra í að lýsa því er hann bítur hana af sér. Þessi þáttur er alls
hálfu lengri en hinn fyrsti, og síðan rís þriðja og síðasta aldan, rúmlega hálf
bókin: ferðalög í ástarsorg, dauði Ölmu, órar Öldu um ellina, og loks bráir
af henni.
Vegna alls þessa get ég ekki fallist á að hvörf sögunnar séu snemma í
henni, milli 2. og 3. þáttar, svo sem talið er í prýðisritdómum DV (23/12
1986) og Þjv. Alltént skiptir lokahlutinn mestu máli, og hvörf verða þar
með kaflanum Skólasetning II, þrjá fjórðu af bókinni.
Alveg frá upphafi sögunnar er dauðinn undiralda hennar. Hún hefst á
jarðarför, Alda hittir sinn tilvonandi á gönguferð í gamla kirkjugarðinum,
og á með honum ástarfund þar síðar. En þetta er á gröf sem ber hennar nafn
- að vísu liggur þar systir hennar og alnafna, andvana fædd, ári fyrr en hún.
Ástin og dauðinn eru stöðugt samtvinnuð í þessari sögu, þannig er einn
áhrifaríkasti örvæntingarkaflinn síðast í þætti ástarsorgar (bls. 142-3) lýs-
ing á lestarferð frá núllpunkti. Alda O segir:
Lestarklefinn er líkkistan mín.
Hjáliðin veröld
strengd fyrir gluggann á ferð
frá morgni til dags
gegnum sléttuna í hálfri birtu.
[...]
I bólstraðri lestarkistu
næsta stopp er endastöð
STOPP
Þá kemur þjónninn með lakið að láta yfir mig
með fyrirfram þakklæti
þinn farþegi.