Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 89

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1988, Page 89
Nýjatestamentisfæði áfangar og viðfangsefni bæði grísku og hebresku og unnu að því að þýða ritningamar úr frummálum á þjóðtungur. Þessi áherzla á elztu heimildir postula og frumkirkjunnar og að skoða kenningu og líf kirkjunnar í ljósi þeirra var eitt af sérkennum siðbótarhreyfinganna. Þess vegna lögðu siðbótarmennimir svo mikla áherzlu á, að safnaðarleiðtogar og predikarar kynnu grísku, mál Nýja testamentisins, og hebresku, mál Gamla testamentisins, auk latínu, alþjóðamáls kirkjunnar og alþjóðamáls fræðimanna. Þeir, sem áttu að boða mönnum fagnaðarerindi Jesú Krists á hverjum tíma, þurftu og þurfa að vera færir um að rýna frumtextann og meta þýðingar. Lúther leitaðist við í þýðingu sinni að fínna samsvarandi orðfæri og stíl á þýðingarmálinu og vísaði fram til okkar tíma í þýðingarstarfi, en eftirmenn hans hneigðust til að þræða frummálið í þýðingum. Málakennsla í latínuskólum, prestaskólum og guðfræðideildum átti ríkan þátt í þróun ýmissa greina málvísinda allt fram á okkar daga. Verður nánar vikið að þessu síðar. Meðal siðbótarmanna var áherzlan fyrst og fremst á innihaldi og kenningu. En rannsóknir á bókstaflegri merkingu frumtextans undirbjuggu þá þróun, sem varð á tíma skynsemishyggju og upplýsingar, þegar skipuleg fræðileg sögugagnrýni nútímans hófst. Þá hófst jafnframt sagnfræðileg umfjöllun biblíutexta í nútíma skilningi. Upphaf sagnfæðilegrar ritskýringar Það, sem hér fer næst á eftir, rekur stuttlega þróun rannsókna fram að 1800. Þáttaskil í sagnfræðilegri ritskýringu markar rómversk-kaþólski guðfræðingurinn Richard Simon (d. 1722). Hann varð fyrstur til að beita sögugagnrýni á Nýja testamentið. Hann leitaðist einnig við að finna sem upprunalegastan texta með samanburði handrita. Honum var því miður hafnað af sinni eigin kirkjureglu fyrir þetta. Fyrstur til að semja og gefa út sagnfræðilega inngangsfræði eða bókmenntasögu Nýja testamentisins í framhaldi af athugunum Richards Simons var J. D. Michaelis, prófessor í Göttingen (d. 1791). Hann ræðir í riti sínu m.a. spumingar um uppmna hinna einstöku rita Nýja testamentisins og myndun helgiritasafns Nýja testamentisins. Samtímamaður hans J. S. Semler, lútherskur prófessor í Halle (d. 1791), rekur í riti sínu sögu ritsafnsins og heldur því fram, að það byggist á vali kirkjunnar á 3. öld og síðari kynslóðir séu skyldugar að prófa þetta fyrir sig. Enn annar lútherskur samtímamaður þessara tveggja var H. S. Reimarus (d. 1768), prófessor í austurlandamálum í Hamborg. Hann gerði greinarmun á sagnfræðilegum Jesú frá Nazaret og kristsfræðilegri framsetningu frumkirkjunnar á honum. Með þessu hófst viðleitni guðfræðinga til að ná með sagnfræðilegum aðferðum aftur fyrir vitnisburð fmmkirkjunnar um Jesúm til hans sjálfs. En þessi viðleitni hefur fylgt nýjatestamentisfræðunum æ síðan. Söfnun handrita og lesháttarafbrigða eftir daga Richards Simons var haldið áfram fyrst í Englandi og síðar í Þýzkalandi. Merk tímamót markar útgáfa J. A. Bengels (d. 1752), lútherks prestaskólakennara í Denkendorf, 87
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.