Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 10
Studia theologica islandica
um að taka þetta úrtak á þann hátt að allir einstaklingar á þessu aldursbili ættu
jafna möguleika á að lenda í því (slembiúrtak). Með því móti var talið tryggt
að fengist rétt spegilmynd af þjóðinni (þýðinu).
Spurningalistar voru fyrst sendir dl fólks með pósd 15. október 1986 og það
beðið að svara spurningunum sem flestar voru þannig orðaðar að svara átti
með því að krossa við fyrirfram gefna svarsmöguleika. Með listanum var
kynningarbréf þar sem stuttlega var gerð grein fyrir könnuninni og umslag,
sem setja mátti listann í útfylltan og senda aftur án kostnaðar fyrir svarendur.
Af þessu þúsund manna úrtaki reyndust 23 vera látnir, alvarlega veikir eða
fluttir af landi brott og var því raunverulegt úrtak, þ.e. nettóúrtak, 977
einstaklingar. Sendar voru út áminningar tvisvar sinnum; fyrst efdr hálfan
mánuð og síðan eftir að aðrar tvær vikur voru liðnar. I seinna skiptið var listinn
sendur aftur til þeirra sem ekki höfðu svarað. Valdís Arnadóttir, ritari
guðfræðideildar, veitti trausta aðstoð við þessa vinnu. Næsta skref var að reynt
var að ltringja í alla sem ekki höfðu enn svarað eða látið í sér heyra. Við
símaviðtölin var notið aðstoðar spyrla hjá Félagsvísindastofnun H.í. Fólki var
boðið að svara listanum í síma og kusu 55 manns að gera það. Við
upphringingu lofuðu margir að senda listann og sögðust ekki hafa komið því
í verk fyrr. Síðasti spurningalistinn barst 20. janúar 1987.
Samanlagt barst 731 útfylltur listi svo raunverulegt brottfall var 246 einstak-
lingar. Prósentutala þeirra sem svöruðu af heildarúrtakinu var því 74.8%. Slík
svörun í póstlistakönnunum þykir góð. Má því telja nokkurt öryggi í alhæfmg-
um frá úrtakinu yfír á þýðið, þ.e.a.s. að niðurstöðurnar gefi til kynna hvernig
málum er háttað um þau efni, sem leitað var svara við, hjá þjóðinni í heild.
Til þess að tryggja alhæfingarmöguleikann enn frekar má reyna að komast
að því hvort þeir sem ekki svöruðu skera sig úr miðað við úrtakið í heild. Ef
svo er ekki eykst áreiðanleiki niðurstaðnanna. Vissar upplýsingar eru tiltækar
úr þeim lista sem fenginn var úr þjóðskrá þannig að hægt er að framkvæma
brottfallsgreiningu hvað varðar aldur, kyn og búsetu. Eru þetta mikilvægir bak-
grunnsþættir og byggjast margar töflur í bókinni á þessum þáttum (breytum).
Tafla 1,1 Aldur þeirra sem svöruðu (úrtak að brottfalli frátöldu) og þeirra sem ekki
svöruðu spumingalistanum (brottfall), prósent
18-19 20-24 25-29 30-34 35-39 40-44 45-49 50-54 55-59 60-64 65-69 70-74 75-76
Úrtak 5.5 13.8 10.8 10.8 11.5 9.4 5.9 7.7 7.1 7.0 4.4 5.1 1.0
Brottf. 5.1 14.8 11.3 14.0 13.2 6.6 6.6 7.0 6.2 6.6 5.4 3.1 0
Á þessum samanburði á fjölda í hverjum aldurshópi má sjá að hlutföll eru
nokkuð jöfn. Þó kemur í ljós að þeir sem ekki svara (brottfallið) eru tiltölulega
flestir í aldurshópnum 30-34 ára og næst í flokknum þar fyrir ofan, 35-39.
Þessi munur er þó ekki svo mikill að hann ætti að breyta neinu verulegu um
heildarniðurstöður einkum þar sem brottfallið er tiltölulega lítið í aldurs-
hópnum 40-44 ára.
8