Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Qupperneq 97
Trúarlíf Islendinga
segir: „ Guð er máttur, sem hjálpar ef eitthvdb bjátar á. “í sjálfmiðlægri bæn er við-
leitnin sú að reyna ná hinu æðra afli á sitt band og beina mætti þess sér í hag.
Hér er enn ein tilvitnun sem lýsir þessum krafti nánar og sambandinu við
hann: „7 mínum huga er guð mikill og máttugur kraftur eba afl sem er alls stadar og
allt um kring og eins í okkur sjálfum. Gud er kœrleikur og líjið og allt hið góða í einni
mynd, en samt einskonar tilfinning. “ Þetta svar bendir til algyðistrúar (pan-
theism). Maðurinn og allt umhverfi hans er í einhverskonar sambandi við yfir-
mannlegt afl. Hið guðlega og mannlega er ekki skýrt aðgreint. Guð er alls
staðar en hann er einnig „eins konar tilfinning". Ætla má að bænasambandið
sé beint framhald ogjafnframt hluti af þessari tilfinningu.
Einn svarenda víkur að bæninni, þegar hann gerir grein fyrir guðshugmynd
sinni, og skrifar: „Eg tel það undirstöðuatriði í mínu lífi að trúa á eitthvað, sem ég
get leitað til ef eitthvað alvarlegt bjátar á, þetta „eitthvað“ tel égsamnefnara hjáfólki,
eða Guð.„ Annar skrifar einfaldlega: „ Guð erþað sem þú trúir og treystir á. “.I þessu
tilviki er augljóst að bænaþörfm er fyrir hendi án þess að sá sem í hlut á geri
sér glögga grein fyrir guðshugmyndum sínum. Guðshugmyndin er óljós og
breytingum undirorpin. Hér er bænin því líklega fýrst og fremst viðbrögð eða
andsvar við skorti eða vöntun og ófullnœgju sem getur verið margskonar, efna-
hagsleg, félagsleg og sálræn.5 A sama hátt virðist guðshugmyndin oft vera bund-
in hinu mannlega, sérstaklega þegar eitthvað skortir á mannlega fullkomnun
og vellíðan. Einn svarandi skrifar t.d. þannig um guðshugmynd sína: „Mín hug-
mynd um Guð er alll úr bókum Vincent Peal, AA-samtákanna o.þ.h. Þessi geislandi
hlýja og skilningur á mannlega bresti ogjákvœðni. “Með hliðsjón af kenningunni
um skort sem upptök trúar mætú hugsa sér að trú og bænalíf fólks, sem þannig
hugsar, dofnaði ef það sæi veraldlega lausn á vandamálum sínum sem það sætti
sig við. Annar svarandi nefnir einnig sambandið við guð, þegar hann lýsir
hugmynd sinni, og fyrir honum er þetta samband greinilega uppbót fyrir
eitthvað annað: „Guð er hugtak, þórf mannanna til að leita á náðir einhvers íeinveru
og sem uppbót ífélagslegu umhveifi, nauðsynlegur í neyð. Þ.e.a.s. guð er von manna
og trú á betra mannlíf ogfarsœlla.“ Hér kemur fram að þörf mannsins fyrir and-
legan styrk og hjálp í nauðum sé aðalatriði í bænalífinu. Einn svarenda orðar
það svo: „Eg trúi áð til sé eitthvað manninum máttugra, hvort sem við köllum það guð,
kraft eða eitthvað annað. Það afl búi m.a. innra með hverjum og einum; veiti auka
styrkleikaþegar á bjátar, ró ogséumfram allt miskunnsamt/milt“.
Trú af þessum toga endar líklega oft á skilningi á guði sem hinu góða í
manninum sjálfum. Oft er samt sem áður sá varnagli sleginn að þetta afl nái út
fyrir manninn enda væri lítið gagn af guði í erfiðleikum þegar maðurinn sjálfur
er búinn að gefast upp og getur ekki meira.
Eins og nefnt var í kaflanum hér á undan getur oltið á ýmsu hvort unglingar
varðveita persónulega mynd eða samband við guð eftir að hinum manngerða
guði barnatrúarinnar hefur verið varpað fyrir róða. Margt bendir til þess að
það sé aðeins lídll minni hlud sem gerir sér grein fyrir guði sem persónulegum
5 Charles Glock/Rodney Stark: Religion and Soriety in Tension, Chicago 1965.
95