Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 37
Trúarlíf Islendinga
Hér hefur engan veginn verið breytt um skoðun hvað varðar þennan fyrirvara
á því verki sem hér er unnið. En það eru fleiri hliðar á þessu máli sem lýst er
með eftirfarandi orðum í beinu framhaldi af þeim fyrri:
Hins vegar má einnig segja, að um trúna sé hægt að fjalla eins og önnur viðhorf og
skoðanir, og að þessi viðhorf hafí sín áhrif á hegðan fólks og atferli. Trúin á sér auk þess
bæði félagslegar forsendur og afleiðingar. Hún birtist í ýmsum myndum, félagslegum,
menningarlegum og stjórnmálalegum, og þessi tengsl hlýtur að vera hægt og leyfilegt
að athuga, greina og flokka eins og hver önnur.
Við þetta má bæta að það fær einfaldlega ekki staðist að trú, hversu huglæg og
persónubundin sem hún annars kanna að vera, segi ekki til sín með ýmsum
þeim hætti sem skoða má á hlutlægan hátt. Kemur það m.a. glögglega í ljós í
þessari könnun þegar þeirri aðferð er beitt að skoða margvísleg innbyrðis
tengsl á milli trúarlegra viðhorfa, trúarhugmynda og trúarlegs atferlis. Ef þannig
er staðið að verki fara smátt og smátt að koma í ljós ýmsir sameiginlegir drætdr
í heildarmynd sem vissulega er fyrst og fremst mynd af ytri veruleika trúarlífs
og trúarlegrar afstöðu en gefur um leið innsýn í þá trú sem býr með fólki.
Páll Skúlason, prófessor, kemur bæði beint og óbeint að því efni, sem hér
er til umræðu, í tveimur ritgerðum um kristna trú í bók sinni Pælingum; annars
vegar í Eru Islendingar kristnir ? og hins vegar í Ahrifamáttur kristninnar. I fýrri
greininni, sem oftar verður vitnað til hér síðar, varar Páll eindregið við því að
draga ályktanir um trú af hvers konar tölulegum upplýsingum. Páll segir:
Kirkjusókn eða tala fermingarbarna á ári hverju segir heldur ekkert til um eiginlegt
trúarlíf landsmanna af ástæðum sem tæpast þarf að rekja, svo augljósar sem þær eru.
Kirkjan, þjóðkirkjan, er svo viðamikil opinber stofnun að undarlegt væri ef ekki mætti
tína til alls kyns tölur sem ættu að sýna ræktarsemi Islendinga við hinn kristna sið. En
af slíkum tölum verður ekkert ráðið um það hvort við Islendingar séum raunverulega
krismir eða ekki.'1
Þessi ummæli þarfnast ekki frekari skýringa, enda talað tæpitungulaust. En Páll
segir margt fleira, m.a. þetta í síðarnefndu greininni:
Röklega séð er krismi ekkert annað en mannlegt svar við boðskap Krists. En þetta
andsvar felur í sér tvennt ólíkt- annars vegar trú, hins vegar trúarbrögð.
Trú er hin huglægu viðbrögð einstaklinga við boðskapnum, trúarbrögðin eru hins
vegar heild trúarsetninga, helgisiða og reglna af ýmsu tagi sem spretta af hinurn
huglægu viðbrögðum. Þessir tveir þætúr eru samofnir því að trúin, sem huglægt andsvar
eingöngu, á sér enga festu, heldur öðlast hana í lífí hins trúaða, siðum hans og
framkomu.10
Páll Skúlason: Pœlingar, Reykjavík 1987, bls. 256.
° Sama rit, bls. 238.
35