Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Side 79
Trúarlíf íslendinga
andtrúarleg að öllu leyti. Hin innri upplifun trúveruleikans var þvert á móti í
samræmi við hugmyndafræði hennar enda talað um trúarvakningu eðajesú-
byldngu meðal æskufólks hér á landi árið 1972. Bæði um hvítasunnu og páska
það ár sögðu blöðin frá því að kirkjur væru fullar af ungu fólki. Það var hins
vegar hin formlega hlið helgisiðanna sem gagnrýnin beindist að. Kirkjulegar
athafnir voru taldar neikvæðar vegna þess að þeirra atriði komu ekki frá
fermingarbörnunum sjálfum og voru því talin í andstöðu við hina innri
upplifun trúarinnar. Meginþema hreyflngarinnar var lvAway from Ritual".40
Gera má ráð fyrir að gagnrýni á ferminguna hafi náð til þeirra aldurshópa
sem ekki voru enn orðnir þátttakendur í róttæku stúdentahreyfingunni og hafi
þannig haft vissa þýðingu hvað varðaði þau áhrif sem fermingarbörn í lok
sjöunda áratugarins hafi orðið fyrir og er að finna í aldurshópnum 25-34 ára
í þessari könnun. Enginn aldurshópur hefur verið eins lítt snordnn af ferming-
unni, hvorki við sjálfan fermingaratburðinn né í minningunni. Fermingin
hafði töluvert meiri áhrif á þá sem fermst höfðu áður en 68-hreyfingin kom til
sögu þótt þeir heyrðu sjálfir til þeim aldurshópi sem bar þessa hreyfingu uppi,
þ.e.a.s. aldurshópinn 35-44 ára. Sama er að segja um þá sem fermdust eftir
miðjan áttunda áratuginn.
Töluvert hefur verið rætt og ritað um guðfræðileg viðhorf til fermingar-
innar, hlutverk hennar og nauðsyn á endurmati og aðlögun fermingarundir-
búnings að nútíma aðstæðum. Minna hefur verið gert að því að kanna afstöðu
fermingarbarnanna sjálfra, hvað hafi haft mest áhrif eða þýðingu fyrir þau,
hverjar væntingar þau hafi um ferminguna og fermingarundirbúninginn,
hverjar séu eða hafi verið óskir þeirra og vandamál o.s.frv. Fyrir nokkrum árum
gerði Religionssociologiska institutet í Stokkhólmi viðtalskönnun við 35
unglinga sem flestír höfðu ákveðið að taka þátt í fermingarundirbúningnum.
Niðurstöður könnunar sem byggist á svo litlu úrtaki gefur ekki almennt tílefni
til alhæfinga um sænska unglinga en gefa þó ákveðna vísbendingu. Þeir sem
að þessari könnun stóðu voru nokkuð undrandi á því hve margir unglinganna
sögðust hafa ákveðið að láta fermast af eigin hvötum. I flestum tilvikum virtist
ekki vera um að ræða bein ytri áhrif. A flestum var að skilja að ekki hefðu legið
mikil átök að baki þessari ákvörðun. Var þetta túlkað á þann hátt að mikilvægi
fermingarinnar væri að öllu jöfnu ekki tiltakanlegt í augum þeirra og jafnvel
ekki heldur aðstandendanna. Að heiman hefðu þeir fengið viðhorfið: „Þú
ræður þessu sjálf(ur) “. Það er almennt viðurkennt í nútíma þjóðfélagi að virða
eigi ákvörðunarrétt einstaklingsins í trúmálum, sérstaklega þegar um er að
ræða atburð eins og fermingu, sem á að byggja á sjálfstæðri viljayfirlýsingu. Það
er því hið viðurkennda og „rétta svar“ að segja að hver og einn hafi sjálfur
ákveðið að láta fermast. „Það heyrir til“ eða „það bara varð svo“, voru einmitt
algeng viðbrögð þegar þessir unglingar voru spurðir af hverju þeir hefðu tekið
þá ákvörðun að láta ferma sig.'u
Mary Douglas: Natural Symbols: Explorations in Cosmology, London 1978, bls. 19.
,|1 K. Geyer: Konjirmationen och dens framtid, Stockholm 1984.
77