Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 232
Studia theologica islandica
H. Richard Niebuhr1 taldi rétt að bæta við fjórðu gerðinni, kirkjudeild
(denominatíon), og hafði þá einkum í huga þróun kirkjufélaga í Bandaríkjum
Norður-Ameríku. Þá hafa menn og komið fram með frekari sundurgreiningu
á sértrúarfélögum og flokkað þau í fleiri gerðir, m.a. með hliðsjón til afstöðu
þeirra til umheimsins.
Skilgreining Troeltsch er lærdómsrík og verður hér birt í lauslegri þýðingu.
Kirkjan er stofnun sem hefur í sinni forsjá náð og hjálpræði fyrir tilstuðlan endur-
lausnarinnar. Hún stendur öllum opin og getur aðlagað sig umheiminum vegna þess
að hún getur að vissu marki horft í gegnum fingur sér hvað varðar persónulega helgun
þeirra sem heyra henni til, þar eð fjársjóður náðar og endurlausnar er í umsjá hennar.
Sértrúarfélag (sect) er frjáls samtök persónulega trúaðra einstaklinga sem eiga það
sameiginlegt að hafa „fæðst að nýju“. Slíkir trúarhópar semja sig ekki að háttum um-
heimsins, eru fámennir, leggja áherslu á lögmálið fremur en náðina, og innan vébanda
sinna leitast þeir við að setja á stofn hinn kristna sið, grundvölluðum á kærleika. Allt er
þetta við það miðað að búa sig undir að taka á mód komu guðsríkisins. Dulhyggja
(mysdcism) merkir það, að sá hugmyndaheimur sem hafði verið drepinn í dróma
yfirborðskenndrar dlbeiðslu og sdrnaðra kenniseminga, hverfist tíl hreinnar persónule-
grar reynslu og innlifunar. Bindist þeir sem hér um ræðir samtökum þá gerist það á
persónulegum grundvelli, án fastmótaðra skipulagshátta. Það dregur enn frekar úr
mikilvægi formfastrar tilbeiðslu, kennisetninga og sögulegrar arfleifðar.2
Flokkun og skilgreining Troeltsch er fyrir margra hluta sakir áhugaverð tíl
skilnings á trúarháttum Islendinga. Finna má greinileg merki um allar þrjár
gerðirnar. Þjóðkirkjan ber sterk einkenni þess að vera „kirkja“ skv. skil-
greiningu Troeltsch. Hún er hin breiða, opna, almenna kirkja, sem býður
faðminn öllum án persónulegrar skuldbindingar, nema ef vera skyldi hvað
varðar ferminguna. Hún er og kirkja allrar þjóðarinnar, með 93% íbúanna
innan sinna vébanda. Minna má á, að hirðisbréf séra Péturs Sigurgeirssonar
biskups bar heitið Kirkjan öllum opin. Biskupinn komst m.a. svo að orði: „Með
hugann við nafn hirðisbréfsins: „Kirkjan öllum opin“, kem ég að hinni dýpri
merkingu, að kirkjan er öllum opin leið mill Guðs og manns og getur ekki
verið annað samkvæmt eðli sínu“.3 Um sérstök skilyrði fyrir aðild að kirkjunni
segir biskup: „Til er sjónarmið, að menn þurfi að uppfylla einhver skilyrði
góðleika og mannorðs til þess að koma í kirkju með öðrum, er þar leita náðar
og kærleika Guðs. En sú skoðun byggist á röngum forsendum. „Titrandi með
tóma hönd, til þín, Guð, ég varpa önd“. Það er allt, sem þarf'.4 Um afstöðu
1 H. Richard Niebuhr: The Soríal Sources ofDenominationalism, New York 1929.
2 Ernst Troeltsch: The Soríal Teaching of the Christian Cliurches, London 1931, bls. 993.
3 Pétur Sigurgeirsson: Kirkjan öllum opin, Reykjavík 1986, bls. 14.
4 Sama rit, bls. 18.
230