Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 33
Trúarlíf Islendinga
að fylgja yngsta hópnum eftir og kanna hvaða stefnu hann tekur þegar hann
eldist og fetar í spor þeirrar kynslóðar sem nú hefur mótaða afstöðu til trúmála.
- Þótt þannig sé komist að orði ber að hafa í huga að auðvitað er gert ráð fyrir
því að mótun trúarafstöðu sé ekki bundin við eitt tiltekið aldursskeið heldur
eigi hún sér stað „frá vöggu til grafar". Breytir það því samt ekki að æda má
aldursskeiðum mismikið vægi í þessu viðfangi. Eitt er „barnatrú“, annað trú/
trúleysi hins fullveðja, ráðsetta manns.
Það liggur í hlutarins eðli að fjölhyggju fylgir afstæðishyggja í trúmálum þar
sem sjónarhorn hvers og eins er látið ráða býsna miklu þótt seint verði nokkuð
fullyrt um hversu miklu það ráði. Það er þessi afstæðishyggja sem skín í gegn-
um svör þess meiri hluta trúaðra sem kveðast trúaður á sinn pesónulega hátt.
Afstæðishyggja kemur víðar fram í þessari könnun, sérstaklega þegar spurt er
um viðhorf fólks til siðferðilegra málefna. Um þau mál er fjallað á öðrum stað
hér á eftir.
Aður en sagt verður skilið við þessar hugleiðingar um trúarafstöðu með hlið-
sjón af aldri er ekki úr vegi að árétta að þeir sem segjast játa kristna trú skipa
sér í fylkingu hinna eldri meðal þátttakenda í könnuninni. Þeir eru þó ekki
hlutfallslega flestir í elsta aldurshópnum heldur þeim næstelsta. Reyndar er
íhugunarefni hvað kunni að valda þeim mikla mun sem er á þessum aldurs-
hópi og þeim næst á undan, á aldrinum 35-44 ára. Skil á milli þessara tveggja
hópa komu ekki aðeins glöggt fram hvað trúarafstöðu varðar heldur voru þau
einnig augljós þegar spurt var um trú á guð og um afstöðu til Jesú Krists. I fyrra
tilviki voru það 51.6% frá 45-59 ára sem játuðu trú á kærleiksríkan guð en
38.4% hinna 35-44 ára. Og 50% í fyrri hópnum merkja við Jesú sem son guðs
og frelsara mannanna en 41% í hinum síðari. Það er því nokkur ástæða til að
tala um kynslóðaskipti á milli þeirra sem eru eldri en 45 ára og hinna yngri.
Skilin eru fyrst og fremst á milli þeirra sem trúa á sinn eigin persónulega hátt
og þeirra sem játa kristna trú. Þess ber þó að geta að þeir elstu, 60-76 ára,
skiptast hartnær jafnt á milli þessara tveggja hópa þótt ívið fleiri séu í fyrri
hópnum. Þetta kemur nokkuð á óvart og virðist brjóta í bág við það sem sagt
var um kynslóðaskiptinguna. Hluti af skýringunni gæti verið hversu fáir í
þessum aldurshópi fylla flokk efahyggjumanna, aðeins 9%. En einnig má
benda á að enda þótt þessi hópur virðist að jafnaði jákvæðastur, þegar spurt
er um trú, þá er hann talsvert „blendinn í trúnni“ hvað varðar hefðbundnar
kristnar trúarhugmyndir. Þannig eru það 31% þessa hóps sem aðhyllast aðrar
guðshugmyndir en þá að til sé kærleiksríkur guð og „aðeins“ 44.4% merkja við
Jesú sem son guðs og frelsara, á móti t.d. 50% í 45-59 ára hópnum. Af ástæðum
sem þessum er nauðsynlegt að gera ráð fyrir því að fleira komi til en aldurinn
einn, ekki síst aldarhátturinn, þegar leitað er skýringa á trúarafstöðu manna.
Þótt fjölhyggjan kunni að valda miklu um hvernig unga kynslóðin svarar
spurningunni um trúarafstöðu geta hugsanlega allt önnur sjónarmið ráðið
þegar elsta kynslóðin svarar þessari spurningu með sama hætti. Mætti geta sér
þess til að í fyrra tilviki muni það almenn þjóðfélagsleg/menningarleg skilyrði
31