Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 133
Trúarlíf íslendinga
Tafla IV,38 Hvers vegna Biblían er lesin eftir áliti á efni hennar:
Bókstafstr. Trúarleg Mannleg Óviss
n= AstœburJyrir biblíulestri: 34 210 299 142
1) að þekkja vilja guðs 53 11 3 4
2) að finna nálægð guðs 41 9 2 2
3) mér til andl. uppbyggingar 56 30 13 8
4) leita svara um lífið 41 26 18 11
5) mæta dagl. áhyggjum 29 14 8 7
6) þátttaka í umræðum 27 13 12 1
7) kynnast sögusviði 15 16 23 10
8) tíl fróðleiks og ánægju 18 25 29 12
Bókstafstrúarmenn merkja oftar en hinir hóparnir við þær ástæður sem talist
geta trúarlegar. Þeir merkja einnig fremur en aðrir við þær ástæður sem eru
dlvistarlegar, t.d. til að leita svara um lífið og tilveruna. Munur er mestur þar
sem ástæður tengjast guði beint, að þekkja vilja hans og finna nálægð hans (yfir
30%). Þegar um aðrar trúarlegar ástæður er að ræða (andleg næring, að leita
svara um lífið og tilveruna, bregðast við daglegum áhyggjum og einnig að taka
þátt í umræðum um efni hennar) er ekki eins mikill munur milli bókstafs-
trúarfólks og þeirra sem hafa trúarlega túlkun að leiðarljósi. Athyglisvert er
einnig að munur milli þeirra sem hafa trúarlegan biblíuskilning og mannlegan
er meiri þegar um er að ræða trúarlegu og tilvistarlegu ástæðurnar (1, 2, 3, 4
og 5) en hinar veraldlegu (6 og 8), með einni undantekningu (ástæðu 7).
Þetta mynstur sýnir því að þessir hópar með ólíkan skilning á Biblíunni eru
nokkuð sjálfum sér samkvæmir innbyrðis. Sá sem trúir því að Biblían sé
opinberað guðs orð, algilt og ómengað, leitar þar að sjálfsögðu í meira mæli
að vilja guðs og nálægð hans en þeir sem vilja túlka hana miðað við aðstæður.
I seinna tilvikinu er líklegra að það sé „andi“ textans og kringumstæður hverju
sinni sem gefa svör um lífið og tilveruna og leiðbeiningar um það hvernig
bregðast eigi við vandamálum daglegs lífs, fremur en sjálfur textinn. Sá sem
hefur mannlegan skilning á Biblíunni leitar þar að sjálfsögðu í minna mæli að
vilja guðs og nálægð við hann. Menn geta af ýmsum ástæðum, sem ekki þurfa
að vera trúarlegar, lesið Biblíuna sér til andlegrar svölunar og til að fá svör við
spurningum um lífið og tilveruna. Sama er að segja um biblíulestur í þeim
tilgangi að taka þátt í umræðum um efni hennar. Það þurfa alls ekki að vera
umræður trúaðra, heldur getur hér verið um að ræða vangaveltur á sögulegum
og bókmenntafræðilegum forsendum. Hitt er ljóst að trúað fólk les Biblíuna
oft sér og trúsystkinum sínum til andlegrar styrkingar. Þeir sem hafa
mannlegan skilning á Biblíunni lesa hana oftar en aðrir með því hugarfari að
kynna sér sögusvið hennar og sér til fróðleiks.
131