Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 80
Studia theologica islandica
í sænsku könnuninni kom einnig fram að aðeins 4 af þeim 35, sem spurðir
voru, héldu því fram að utanaðkomandi áhrif hefðu haft grundvallaráhrif á sig.
Þegar spurt var hvaða aðilar hefðu einhverja þýðingu haft um þessa ákvörðun
svöruðu flestir, eða 15, að það hefði verið fjölskyldan.
Hér kemur upp túlkunarvandi sem ætíð er fyrir hendi þegar um er að ræða
svör við viðhorfaspurningum. Erfítt er að meta að hve miklu leyti svörin eru
algerlega huglægt og persónubundið mat þess sem svarar, mótað af seinni
reynslu, eða bein og óhlutdræg endurspeglun á raunverulegum áhrifum og
aðstæðum. Þess ber að geta, eins og ljóst ætti að vera af umræðunni hér á
undan, að áhrif foreldra á lífsskoðanir og trúarhugmyndir unglinganna eru
gífurlega mikil, hvort sem þeir gera sér grein fyrir því eða ekki. Ætía má að
foreldrar, sem vilja hafa áhrif á börn sín hvað varðar ferminguna, geti gert það
án þess að barnið finni sig þvingað eða verði vart við bein áhrif.42
Afstaða foreldra til trúarlegra áhrifa á bömin
Trúarlíf barna fer að verulegu leyti eftir aldursbundnum þroskaskeiðum. Hins
vegar er það einnig ljóst að foreldrar, sérstaklega móðir, hafa þar veruleg áhrif.
Þetta tvennt er samvirkt í þróun trúarlífs einstaklingsins. Vitrænn og siðrænn
þroski valda miklu um það hvernig unnið er úr áhrifunum. Þau áhrif sem um
er að ræða geta síðan átt sinn þátt í því að vekja áhuga og ýta undir þroska
barna á þessu sviði. Hér má heldur ekki gleyma einstaklingsbundnum breyti-
leika og undantekningum frá reglum varðandi mannlegt atferli og hugarstarf.
Fræðimönnum er hætt við að hafna í nauðhyggju og líta oft á manneskjuna
sem óvirka í þroskaferlinu. Einna greinilegast má sjá þetta í kenningum
Freuds. Hjalmar Sundén hefur einmitt bent á það að börn séu ekki eins háð
foreldrum hvað snertir manngerðarfyrirmyndir trúarlífsins eins og Freud
heldur fram. I trúarhefðinni sjálfri eru margar fyrirmyndir (hlutverk) sem
barnið sjálft getur samsamast og tileinkað sér og þannig orðið meira eða minna
óháð foreldrunum.43
Almennt má segja að börn trúaðra foreldra sýni betri skilning og trúarlegt
innsæi en önnur börn. Hér má t.d. benda á niðurstöður sem byggja á spurn-
ingakönnunum á háskólastúdentum í Englandi og Bandaríkjunum. Þær sýna
að áhrif heimila eru meiri ef foreldar eru sammála í trúmálum. En ef um
ágreining milli foreldra er að ræða virðast börnin oftar fylgja móður sinni að
42 í Malmö í Svíþjóð var árið 1985 gerð könnun á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á það hvort
unglingar láta ferma sig. Var hún eingöngu byggð á upplýsingum í kirkjubókum og
manntali (Gustafsson 1986). Niðurstöður sýndu að hlutfall fermdra unglinga er stærst
meðal þeirra sem búa með báðum foreldrum og eru skírðir og fermdir en minnst í þeim
hópi þar sem um einstætt foreldri er að ræða og a.m.k. annað foreldrið er ekki fermt eða
skírt. í fyrra tilvikinu fermdust 79% fermingarárgangsins en í hinu síðara aðeins 44%.
Aðeins þeir sem heyrðu til sænsku þjóðkirkjunni voru teknir með í þessa könnun.
Hjalmar Sundén: Bam och religion, 1970, bls. 96.
78