Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 87
Trúarlíf Islendinga
Meiri hluti svarenda telur að kristin trú ætti að vera liður í uppeldi barna á
dagvistarstofnunum, eða næstum því 70%; þar af eru rúmlega 45% alveg
sammála. Athyglisvert er að hér eru mun færri óvissir en í sambandi við kristin-
fræðikennslu í grunnskólum. Ekki er mögulegt, af þeim upplýsingum, sem
komu fram við þessa könnun, að segja til um hve stórum hluta fólks þetta gæti
orðið að deilumáli. Vel getur verið að flestir telji áhrif kristninnar jákvæð við
fyrstu tílhugsun án þess að þeim finnist ástæða tíl að aðhafast eitthvað í málinu.
En 14% eru ósammála kristnum áhrifum á dagvistarstofnunum og þar af eru
10% þeirn algerlega mótfallnir.
I kaflanum um fjölmiðla kom fram að 22% þjóðarinnar vilja meira af
trúarlegu efni í ljósvakafjölmiðlum, einkum fyrir börn. Ef bornar eru saman
óskir fólks hvað varðar fjölmiðla og skóla lítur svarið þannig út:
Tafla 111,23 Óskir um meira trúarlegt/kristilegt efni:
I ljósvakafjölmiðlum 22
I grunnskólum 33
A dagvistarstofnunum 45
Óskir um kristílegt efni virðast mestar þegar um er að ræða dagvistarstofnanir
(sbr. töflu 111,22). Foreldrar láta þangað börn sín á viðkvæmasta aldri og þar
finnst fólki greinilega að kristíndómurinn eigi heima, af hvaða ástæðu sem það
er. Skýringin gæti verið sú að þar fóstrar óskyldur aðili börnin og uppeldis-
áhrifin eru persónulegust og á vissan hátt „innilegust" enda ungviðin algerlega
háð þeim sem annast þau og leiðbeina þeim. E.t.v. er það siðferðisboðskapur
kristindómsins, samstaða hans og viðurkenning á þeim sem minna mega sín
og eru undir aðra settir, sem höfðar til fólks þegar rætt er um nauðsyn
kristinna áhrifa á dagvistarstofnunum.
Nú mun kristílegt efni ekki vera áberandi þáttur í uppeldisfræði dagvistar-
stofnana, enda ekki byggt á hugmyndafræði sem leggur áherslu á réttlætingu
kristinnar kenningar. Þessi uppeldisfræði byggir í raun á sínum eigin
mannskilningi. Hún er ávöxtur sérhæfmgar á sviði uppeldis og guðfræðingar
og prestar eru ekki lengur hafðir með í ráðum sem réttmætir leiðbeinendur
og ákvörðunaraðilar.50
Niðurstöður þessarar könnunar má túlka á þann hátt að sú stefna að útíloka
bein kristíleg uppeldisáhrif á dagvistarstofnunum eigi sér ekki hljómgrunn
meðal meiri hluta foreldra. Að svo miklu leyti sem sneitt er hjá kristilegu efni
á dagvistarstofnunum má líta svo á að það sé mikil tillitssemi við þann minni-
hlutahóp sem er á móti kristilegum áhrifum.
50 Hér ber þó að geta þess að eitt af sex meginmarkmiðum uppeldis á dag\'istarstofnunum
samkvæmt UppeldisáœtlunJyrir dagvistarheimili, útg. menntamálaráðuneytið 1985, er efling
kristilegs siðgæðis. Ekki er talað sérstaklega um trúaruppeldi en nánar kveðið á um að
markmiðið sé „að barnið læri að bera virðingu fyrir mismunandi trúar- og lífsviðhorfum“
(bls. 26).
85