Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 188
Studia theologica islandica
í yngri aldurshópunum eru það mun fleiri karlar en konur sem vilja óbreytt
ástand. Konur eru hins vegar í meiri hluta þegar um er að ræða að þrengja
skilyrðin, einkum í yngsta aldurshópnum. Æda má að þann mun megi rekja
til þess að ungar konur láti sig málið meira varða en karlar á sama aldri. 11 %
yngstu karlanna svara að þeir séu óvissir eða hafi enga skoðun á málinu en
aðeins 3% yngstu kvennanna. Að merkja við óbreytt ástand í þessu efni, eins
og mörgum öðrum, getur hæglega gefið til kynna að lítil umhugsun búi að
baki. Andstaða gegn fóstureyðingum tekur að aukast með aldrinum í hópi
kvenna, ef frá er talinn aldurshópurinn 25-34 ár, en í þeim hópi er auk þess
enginn munur á konum og körlum hvað varðar fóstureyðingabann. Sýnu mest
er andstaðan í hópi elstu kvennanna þar sem 33% vilja banna fóstureyðingar
af félagslegum ástæðum.
Aldursdreifing karla hvað varðar andstöðu eða bann er með allt öðrum
hætti. Enginn munur kemur fram á milli hinna yngstu og elstu. Minnst er
andstaða í hópi karla á aldrinum 35-44 ára og þar skipast karlar og konur í
ólíkar fylkingar, 7% karla á mód 14% kvenna.
Aður en lokið er við þessa umfjöllun með hliðsjón af aldri og kyni þá er vert
að gefa gaum að því hvernig konur svara á barneignaaldri, þ.e.a.s. þegar
barneignir eru yfirgnæfandi tíðastar, eða í aldurshópunum 18-24 og 25-34 ára
en ekki þarf að fara um það mörgum orðum að þetta mál stendur þeim næst
og er þeim að öðru jöfnu hugstæðara en öðrum. Þetta er býsna samstæður
hópur, 57% álíta rétt að viðurkenna beri félagslegar ástæður en þrengja
skilyrðin, um það bil 11% eru hlynntar banni en tæp 29% vilja óbreytt ástand.
Fóstureyðingar og trúarleg víbhorf
í almennri umræðu hafa andmæli gegn fóstureyðingum, sér í lagi af
félagslegum ástæðum, einkum verið borin fram af þjóðkirkjunni og öðrum
trúarhópum. Því er haldið fram að með fóstureyðingum sé vegið að mann-
gildishugsjón kristninnar og jafnframt séu grundvallarsiðgæðisviðhorf
trúarinnar virt að vettugi. Fóstureyðingar hafa af þeim sökum orðið mörgum
eins konar prófsteinn á það hver sé í raun staða kristilegs siðgæðis meðal
þjóðarinnar. Kemur í ljós að trúarviðhorf móta talsvert afstöðu fólks dl rétt-
mæds fóstureyðinga (sbr. næstu töflu).
Astæða er þó dl að nefna að tekist er á um fleira en trú og siðferði í þessu
máli. An þess að það komi nauðsynlega upp á yfirborðið, eins og stundum er
sagt, þá er kunnur ágreiningur um það hvar setja skuli mörk á milli þeirra
málefna er sæd almennri, opinberri umsýslan og hinna sem fela megi
einstaklingum til persónulegrar ábyrgðar og úrlausna. Fóstureyðingar eru
fjarri því að vera eina málefnið, sem hér er um að ræða, en á hinn bóginn
býsna gott dæmi um slíkt álitamál. Þetta má reyndar skoða sem einn veiga-
mikinn þátt í því ferli er áður var lýst sem tílfærslu siðgæðisviðhorfa frá hinum
186