Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 202
Studia theologica islandica
óvígðri sambúð og kynmökum fyrir hjónaband. Hennar gætir hér vissulega
meðal trúaðra, kirkjufólksins sem greinist frá almenningi að þessu leyti.
Með þetta í huga er forvitnilegt að skoða niðurstöður í þessari könnun.
Trúarviðhorf ráða nokkru en þó næsta litlu um afstöðu manna. Meginniður-
staðan er sú að kynmök ógiftra hafi öðlast viðurkenningu yfirgnæfandi meiri
hluta fólks án tillits til trúarskoðana. A hinn bóginn er munur á því hvorn
tveggja fyrstu kostanna menn velja, eins og hér má sjá í töflu VII,19. Frjálst
kynlíf á sér flesta formælendur meðal þeirra sem merkja við guð sem hugar-
fóstur mannsins en fæsta í hópi þeirra sem játa upprisutrú. Það fólk sem trúir
á sinn eigin persónulega hátt tekur fyrri kostinn fram yfir þann síðari en því
er öfugt farið meðal þeirra sem játa kristna trú. Fyrirfram hefði mátt ætla að
meiri munar yrði vart hjá játendum kristinnar trúar á milli fyrsta og annars
valkosts, vegna áherslu á náið tilfinningasamband í þeim síðari. Þess munar
gætir hins vegar talsvert meðal þeirra sem trúa á kærleiksríkan guð og hjá þeim
sem játa upprisutrú. Eindregin andstaða gegn kynmökum ógiftra, í sambúð
eða utan, af ástæðum sem rekja má til trúarviðhorfa er sáralítil. Mest reynist
hún vera 8% í hópi þeirra sem hvað eindregnast taka undir kristnar trúar-
hugmyndir.
Tafla VII, 20 Viðhorf til kynmaka ógiftra og menntun svarenda:
Skyldunám Milli- Stúdentspróf,
eða minna menntun önnur frhm.
n= 297 136 246
I sjálfsvald sett 46.8 59.6 63.0
I lagi. háð tilfinninga- sambandi / sambúð 43.1 37.5 33.7
Ekki að líðast 2.4 1.5 1.2
Veit ekki 7.7 1.5 2.0
100 100.1 99.9
í umfjóllun um evrópsku gildakönnunina var menntunarstig nefnt meðal
ríkjandi þátta sem áhrif hafa á siðferðisviðhorf. Því var haldið fram að með auk-
inni menntun og lengri skólagöngu gætti í ríkara mæli fijálslyndisviðhorfa um
siðferðileg álitamál. Nú mætti spuija hvort það málefni, sem hér er til umræðu,
geti í raun flokkast undir siðferðilegt álitamál hér á landi, svo mjög sem afstaða
fólks er á einn veg. Það er þá helst til að taka að ólíkra viðhorfa gætir í því efni
hvort um er að ræða kynlíf án frekari skuldbindinga eða sambúð með þeim
kvöðum sem henni fylgja. Sé þannig á málið litið er ljóst að sú ályktun sem
menn drógu af evrópsku gildakönnuninni er staðfest í þessum svörum. Fyrsti
valkostur, frjálsræðiskosturinn, fær aukinn stuðning með lengri skólagöngu.
En að sama skapi, um leið og skilyrði fyrir kynmökum eru þrengd, verða þeir
fleiri á meðal þeirra sem hafa skemmsta skólagöngu að baki er velja þann
kostinn.
200