Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 27
Trúarlíf íslendinga
Tafla II, 13 Upprisutrú eftir trúarafstöðu:
Játa kr. Trúa ájesú
trú sem frelsara
Merkja við upprisu til samfélags við guð 29 27
Merkja ekki við upprisuna 71 73
100.0% 100.0%
Samkvæmt hefðbundinni kristinni kenningu fer saman trú ájesú sem guðs son
og frelsara mannanna og á upprisu frá dauðum til samfélags við guð. Hér á
landi hefur sú kenning þó ekki hlotið áheyrn nema að takmörkuðu leyti. Skal
ósagt látið hvað því veldur að svo komnu máli en ein skýring gæti verið sú að
henni hafí lítt verið haldið að fólki í boðun kirkjunnar. Onnur almennari
skýring á því hvers vegna upprisutrú á í vök að verjast yfirleitt kynni að vera sú
að mönnum þyki hún brjóta í bág við vísindalega þekkingu - og það mun
frekar en sú ályktun að eitthvað kunni að taka við eftir dauðann, t.d. að sálin
flytjist á annað tilverustig.
Trú á framlíf sálarinnar er efst á blaði meðal þess hóps sem játar kristna trú.
A meðal þeirra, sem segjast vera trúaðir á sinn eigin persónulega hátt, er miklu
meiri munur á milli trúar á upprisuna og að sálin muni lifa líkamsdauðann,
en þeir eru jafnframt mun meiri efahyggjumenn um lífxð eftir dauðann en
„hinir kristnu“.
Áður var minnst á spíritisma. Ekki verður sagt skilið við umræðuna um líf eftir
dauðann án þess að víkja nánar að spíritsmanum, svo mjög sem hann hefur
komið við sögu í þessu efni. I þessari könnun er ein bein spurning um
spíritisma þar sem fólk er beðið að láta í ljós hvort það sé sammála eða
ósammála eftirfarandi staðhæfmgu: Spíritismi (andatrú) ogknstin trú geta velfarib
saman. Gefinn var kostur á eftirfarandi svörum: Alveg sammála, frekar sam-
mála, óviss, frekar ósammála, algerlega ósammála, ekki skoðun. Sammála
reyndust 39.3%, ósammála 19.1%, óvissir 14.4%, 20.1% sögðust ekki hafa
skoðun og rúm 7% svöruðu ekki spurningunni.
Með því að leggja þá saman sem kváðust vera sammála/ósammála ofan-
greindri staðhæfingu og þá sem svöruðu spurningunni um lífið eftir dauðann
má fá vísbendingu um áhrif spíritismans á þessu sviði. Ef fyrst er litið á þá sem
merkja við að sálin flytjist yfir á annað tilverustig kemur í ljós að tæp 72% þeirra
eru sammála því að spíritismi og kristin trú geti vel farið saman en um 11 %
ósammála. Allt annað er uppi á teningnum þegar hugað er að þeim sem
merkja við að eftir dauðann rísi maðurinn upp til samfélags við guð. Tæp 42%
þeirra eru sammála staðhæfmgunni um spíritismann, um 40% ósammála, þar
af 35% algerlega ósammála. Eftirtektarvert er að í fyrri hópnum er fólk að
langmestu leyti á sömu skoðun, en seinni hópurinn skiptist í tvær nánast jafn
25