Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 36
Studia theologica islandica
Undir þá skoðun tóku 14% í hópi A en 26% í hópi B (tölfræðilega mark-
tækur munur).
Þessar niðurstöður sýna glögglega að umtalsverður munur er á gildismati
hópanna tveggja, a.m.k. á því sviði sem hér er tekið til athugunar. Efnislega
verður ekki frekar rætt um niðurstöðurnar að svo komnu máli en siðferðileg
viðhorf koma til mun ítarlegri umræðu í VII. kafla. Einungis skal á það bent
að þótt mikill munur sé á hópunum fer það vart framhjá nokkrum, sem
kunnugur er hefðbundnum, kristnum viðhorfum, að frávik frá þeim er býsna
mikið á meðal þeirra sem hér segjastjáta kristna trú, eins og frekar verður vikið
að síðar.
Trúarviðhorf Islendinga -Eru Islendingar kristnir?
Nú hafa verið kynntar nokkrar meginniðurstöður úr könnuninni þar sem
leitað var svara við spurningum um trúarhugmyndir og trúarafstöðu. Eins og
getið var um hér í upphafi eru það þrír efnisþættir sem athyglin hefur beinst
að: trúin á guð, afstaða til Jesú Krists og hugmyndir manna um líf eftir
dauðann. Þá hefur trúarafstaða fólks verið rædd út frá sérstakri spurningu þar
að lútandi.
Það fer ekki hjá því að ýmsar spurningar vakna þegar niðurstöðurnar eru
skoðaðar saman. Verður ekki annað af ráðið en „trú“ í einhverri mynd sé mjög
almenn; allt að 80% játa hana skv. mælikvarða um trúhneigð en minnst 60%
þegar kvarðinn er trú á tilvist guðs. Þessar tölur einar segja aftur á móti harla
lítið um eiginlegt inntak þessarar almennu trúar að ekki sé talað um þá
huglægu trúarafstöðu sem að baki býr. Hversu einlæg er þessi trú, hversu miklu
máli skiptir hún fyrir þann sem segist trúa, hversu mikil- eða Iítiltrúaðir eru
menn, svo notuð séu kunnugleg hugtök úr Nýja testamendnu?
Það eru spurningar af þessu tagi sem gera margan manninn býsna
tortrygginn á gildi þess og möguleika á því að kanna trú, nánar dltekið lifandi,
persónulega trú, með þeim hætd sem hér er færst í fang. Þess háttar tortryggni
er auðskilin eins og fram kemur í grein um trúarlíf Islendinga, sem hinir sömu
og þetta rita tóku saman í dlefni af könnun Hagvangs:
Oft hefur verið reynt að vega og meta trú einstaklinganna og skipa þeim í hópa eð
flokka eftir afstöðu þeirra til trúarinnar. Slíkar tilraunir eru stundaðar bæði af
fræðimönnum og almenningi, og heppnast þær misjafnlega. Með vissum rétti má segja,
að hér sé um að ræða ómögulegt verkefni, þar sem trúin sé þess eðlis, að ekki sé hægt
að mæla hana og skilgreina með þeim „tækjum“, sem notuð eru í könnunum og annarri
fræðimennsku."
8 Björn Björnsson og Pétur Pétursson: Sama rit, bls. 23
34