Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 235
Trúarlíf Islendinga
Þar eð þjóðkirkjufyrirkomulagið er ríkjandi hér á landi eru augljós tormerki
á því að flokka menn eftir kristinni trúarafstöðu. Því veldur sá opni kirkju-
skilningur, sem um hefur verið rætt. An alls fyrirvara teljast þeir kristnir sem
heyra til þjóðkirkjunni. En þá er að því að hyggja að samhliða þeirri túlkun að
kirkjan sé öllum opin hefur jafnan fylgt önnur og þrengri er tekur mið af öðru
og fleiru en formlegri aðild. Þá er gerður greinarmunur á virkri og óvirkri aðild
með hliðsjón af ræktarsemi við kirkjuna eins og hún birtist í þátttöku í starfi
og samstöðu með kenningagrundvelii hennar. I samræmi við þessa þrengingu
á kirkjuhugtakinu hefur t.d. verið rætt um kirkjuna innan kirkjunnar, ecclesiola
in ecclesiae, kirkjukjarnann innan kirkjunnar sem fjöldasamtaka. Hugtakið
„kirkjufólk“ hefur og verið notað í þessu sambandi.
Þannig gæti virst sem þrenging á kirkjuhugtakinu sé í andstöðu við hinn
opna kirkjuskilning þjóðkirkjunnar. Svo er þó ekki nema í því tilviki að
ofuráhersla á hina „hreinu kirkju“, kirkju sanntrúaðra eða rétttrúaðra, valdi
klofningi og sundri um leið þjóðkirkjuskipulaginu. Oðru máli gegnir um þá
viðleitni að kirkjan þétti raðir sínar með markvissri boðun og skipulegu
safnaðarstarfi í því skyni að skerpa mynd sína bæði hið innra og gagnvart
umheiminum. Sjá talsmenn kirkjunnar sem þjóðkirkju ekki síst nauðsyn þessa
í þeim samfélögum fjölhyggju, sem þjóðkirkjur víða á Vesturlöndum búa nú
við. Fjölhyggjan birtist m.a. í vexti og viðgangi nýtrúarhreyfinga af marg-
víslegum toga; einnig í einkatrú (privatreligion), sem um hefur verið rætt.
Fleira mætti nefna sem fylgir fjölhyggjunni, svo sem siðgæðisviðhorf sem eru
af öðrum rótum runnin en úr jarðvegi kristinnar lífsskoðunar. Sumir kveða svo
fast að orði að dagar þjóðkirkju, eins og hún hefur verið skilgreind, séu senn
taldir, þekki hún ekki sinn vitjunartíma í því hugmyndafræðilega, félags- og
menningarlega umróti sem fjölhyggjan hefur leitt af sér. Einnig má orða þetta
svo að því aðeins geti kirkjan gegnt hlutverki sem þjóðkirkja í fjölhyggju-
samfélagi að hún haldi trúnað við þá köllun sína að vera kirkja, borg sem á fjalli
stendur og fær ekki dulist, svo vitnað sé í Fjallræðu Jesú Krists (Matt.5:14).
Enda má spyrja hvaða tilgangi það þjóni að boða mönnum að kirkjan standi
þeim opin ef þeir vaða síðan í villn um hvað hún sé, hver sé sá málstaður sem
hún reisir tilverurétt sinn á og vill helst alls vera þekkt fyrir að styðja.
Islenska þjóðkirkjan markaði þá stefnu á prestastefnu 1989 að safnaðar-
uppbygging skyldi veraða eitt meginverkefni hennar til undirbúnings 1000 ára
afmælis krismi á Islandi árið 2000. Hiklaust má telja þessa stefnumörkun sem
markvisst átak í því skyni að skerpa ímynd kirkjunnar. Uppbygging safnaðar er
ofin úr mörgum þáttum, en hvað gildastur er sá sem lýtur að safnaðarvitund
og þá jafnframt hinni eiginlegu kirkjuvitund.
233