Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 104
Studia theologica islandica
Á þessari töflu sést að mikil bænaiðja og trúarþátttaka að öðru leyti fer saman.
Bænaiðja er gjarnan tengd því að beðið er með börnum, eins og gefur að skilja.
Mikil bænaiðja er háð því sem kalla má hefðbundið trúarlíf, þ.e.a.s. hvort fólk
játar trú á kærleiksríkan guð, hvort það fer í kirkju og hvort það telur sig eiga
samleið með þjóðkirkjunni. Hér má sjá sama trúarmynstur og kom fram í fyrsta
þætti þeirrar þáttagreiningar sem kynnt var í upphafi þriðja kafla. Það er þó
alls ekki hægt að segja að mikið bænalíf sé takmarkað við þessa hefðbundnu
kristnu og kirkjulegu trúarlífsþætti. Bænalíf landsmanna takmarkast ekki við
þátttöku í helgihaldi í hefðbundnum stíl. Þetta sést á því t.d. að 15% þeirra,
sem næstum aldrei sækja kirkju til að vera við almenna guðsþjónustu, biðja
daglega til guðs. Þessi staðreynd sýnir m.a. það, sem áður hefur verið bent á,
að kirkjusókn er ekki einhlítur mælikvarði á trúarlíf fólks. Þá kemur einnig
annað merkilegt í ljós, semsé að 10% trúleysingja og efahyggjufólks biður
daglega til guðs ogjafnvel 5% þeirra sem telja engan guð vera til nema þann
sem manneskjan hafi sjálf búið til. Þessar tölur vekja í sjálfu sér upp efasemdir
um það hvort bænalíf sé góður mælikvarði á trúarlíf, gagnstætt því sem haldið
var fram í upphafi þessa kafla. Svarendur hafa a.m.k. ekki skilið hugtakið bæn
þannig að það takmarkaðist við guðstrú í hefðbundnum skilningi. Það virðist
vera hægt að biðja til guðs þótt maður hafi alls ekki gert sér í hugarlund neina
samræmda mynd af honum, eins og rætt var um í upphafi kaflans. Það kemur
einnig í ljós að hægt er að biðja til guðs innra með sér en margir vitnuðu til
þessa erindis þegar þeir voru beðnir að lýsa guðshugmynd sinni: „Trúðu á
tvennt í heimi ... guð í sjálfum þér“. Einna greinilegast dæmi um þetta
„ósamræmi" milli bæna og guðstrúar kom fram í forkönnuninni. Einn við-
mælandi sagði að hann gerði ekki ráð fyrir neinum guði öðrum en þeim sem
maðurinn hefði sjálfur búið til. En þegar kom að spurningunum um bænalíf
sagðist hann yfirleitt fara með Faðirvorið eins og móðir hans hafði kennt
honum í æsku. Honum fannst það hafa góð áhrif og vera viðeigandi. Þetta er
gott dæmi um það sem hér hefur áður verið kallað mannleg tílfinningaafstaða
til guðs. Ákveðin, jákvæð guðshugmynd er ekki fyrir hendi en tilfinninga-
afstaða, mótuð í barnæsku, kemur fram í bænalífmu.
Sálfrœbilegt hlutverk bœna
í trúarlífssálarfræði er oft talað um intrinsic og extrinsic trúarlíf. Þessi hugtök
eiga sér upptök í kenningum sálfræðingsins Gordon Allports, sem áður hefur
verið vitnað til. Hið fyrra, sem kalla mætti á íslensku innra trúarlíf eða innri
trúarþörf, einkennist af því að trúarlíf er samþætt persónuleikanum og hluti
af sjálfsupplifuninni og skilningi á umhverfinu og alheiminum. Trúar-
hugmyndir og atferli hafa gildi í sjálfu sér fyrir hinn trúaða og móta viðhorf
hans og samskipti við aðra. Innra trúarlíf veitir kjölfestu í lífinu og svör við
hinum endanlegu spurningum tilverunnar. Maðurinn verður t.d. betur í stakk
102
J