Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Page 84
Studia theologica islandica
Tafla 111,20 Viðleitni til trúaráhrifa á böm eftir menntun:
Skyldunám Millimenntun Stúdentspróf/
og minna aðra framh.m.
Áhrif 17% (213) 13% (101) 17%(162)ns
Ræða 25% (222) 23% (104) 32%(173)ns
Hér ber að taka það fram að enda þótt foreldrar segi að þeir reyni ekki að hafa
áhrif á börn sín í trúarlegum efnum þá hlýtur samkvæmt framansögðu alltaf
að vera um einhver áhrif að ræða vegna þess að trúarleg félagsmótun (með eða
móti trú) fer aðallega fram innan fjölskyldunnar.
Engu að síður er það athyglisvert hve lítið foreldrar virðast leitast við að hafa
markviss áhrif á börnin að þessu leyti. Þetta „afskiptaleysi“ gæti bent til áhuga-
leysis um þessi mál þótt það þurfí ekki að vera. Því skal hugað að félagsfræði-
legum skýringartilgátum á þessu fyrirbrigði.
Erfítt er um vik að segja hve sterkt einkenni hér er um að ræða á Islend-
ingum vegna þess að samanburðartölur vantar. Það er þó ljóst að hér á landi
hafa trúmál lítt orðið að bitbeini milli ólíkra félagslegra og menningarlegra
hópa, er skipt hafa fólki í aðgreindar fylkingar með eða móti trú og kirkju, þótt
nokkur munur mælist á viðhorfí fólks til trúmála og trúarstofnana eftir stjórn-
málaskoðunum. Grundvallarstjórnmálaágreiningur hefur aldrei snúist um
trúmál hér á landi. Andstæðar fylkingar hafa hins vegar oft myndast um kirkju-
eða trúmál með öðrum þjóðum þar sem tvær stórar kirkjudeildir starfa hlið við
hlið í sama þjóðfélagi (t.d. katólska kirkjan og mótmælendakirkjan). Svipað
getur einnig gerst í nútíma, iðnvæddu fjölhyggjuþjóðfélagi þar sem kirkja og
trú tengjast íhaldssömum sjónarmiðum og nútíma stofnanir, svo sem
heilsugæsla, skólakerfi, verkalýðshreyfíng o.s.frv. þróast í andstöðu við gamla
hugmyndafræðilega hagsmunahópa.48
Þetta skýrir að nokkru leyti hvers vegna þeir sem játa kristna trú ræða ekki
mjög mikið við börn sín um trúmál og þeir sem ekki telja sig trúaða og telja
jafnvel trú vera blekkingu, ræða nánast ekkert við börnin um þessi mál. Það
þýðir þó ekki að þessir foreldrar hafi ekki áhrif á börn sín með viðhorfi sínu
heldur að það virðist ekki vera um að ræða áróður gegn trú og kristni á
heimilum þeirra sem hér eiga í hlut. I töflu 111,19 sást að það var ekki
marktækur munur eftir stjórnmálaskoðunum hvort fólk ræddi við börn sín um
trúmál eða ekki.
Þótt trúmál séu ekki áberandi í opinberu lífi og daglegri umræðu þýðir ekki
að þau hafi ekki sitt að segja. í vitund fólks heyra þau fremur til einkasviðinu
en hinu opinbera, eru einkamál og koma því oft fram á þeim vettvangi þar sem
einstaklingurinn þarfnast öryggis og leiðsagnar í erfiðleikum og glímir við
Um sögulegar forsendur félagsgerðar á íslandi hvað varðar þetta, sjá Pétur Pétursson 1983.
82