Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 59
Trúarlíf íslendinga
trúarlífi aldraðra í Svíþjóð.9 Hann byggði rannsókn sína á ítarfegum viðtölum
við 27 einstaklinga frá 68-90 ára sem höfðu alið aldur sinn í Vásterbotten í
Norður-Svíþjóð. Var yfirleitt um að ræða trúað fólk er sumt hafði komist í
kynni við vakningahreyfingu sem skaut rótum þar um slóðir. Spurning um
alhæfingargildi er vart raunhæf í rannsókn sem þessari, sem byggir á „djúp-
viðtölum", þótt margt megi af henni læra um gerð og þróun trúarlífs almennt.
Flestir minntust oftsinnis á foreldra, einkum móður sína, sem var þeim ofar-
lega í huga þegar rætt var um trúaráhrifin. Henni var lýst sem „hinni hlýju,
opnu og einlægu persónu, sem veitú þeim mesta athygli og umhyggju og lagði
mesta alúð við andlegan þroska þeirra ... Þannig geymist myndin af hinni
bvöjandi móöurí minningunni".10 Wikström túlkar þau svör sem hann fékk sem
greinilega vísbendingu um að hin raunverulegu trúaráhrif móður hafi byggst
á sterkum tilfmningatengslum. Sú reynsla og jDau hlutverk sem trúaður
einstaklingur gengur inn í síðar á ævinni samræmast og tengjast því mynstri
sem fyrr var mótað í sambandi við móðurina. I tengslum við þessa niðurstöðu
bendir Wikström á mikilvægi þess að foreldri, sem mest áhrif hefur með
fordæmi sínu (sérstaklega bænalífi), ræði við barnið um trúarlífið og afleið-
ingar þess og geri það þannig áþreifanlegt og raunverulegt. Ennfremur segir
hann að það hafi oft rnikla þýðingu að bö'rn verði þess vör að þau séu fyrir-
bænarefni einhvers en því fylgi tilfmning er veki trúnaðartraust og að hand-
leiðsla guðs sé fyrir hendi. I þessu sambandi er mikilvægt að benda á að í
þessari könnun kemur fram að konur biðja mun oftar en karlar.
Trúaráhrif eftir kyni svarenda
I þessari umfjöllun eru þeir aðeins reiknaðir með sem nefndu móður, föður
eða prest sem aðaláhrifavald. Þegar athuguð eru trúarleg áhrif eftir kyni
svarenda kemur nokkur munur í ljós. Enginn munur er þó á kynjunum hvað
varðar áhrif frá föður en nokkur þegar um móður er að ræða (7 prósentustig)
og prest (8 prósentustig). Konur hafa orðið fyrir meiri áhrifum frá móður en
karlar frá prestum. Ef til vill er auðveldara fýrir drengi að „samsama sig“
prestinum og verða fýrir áhrifum frá honum þar sem fram til þessa hafa
karlmenn undantekningarlítið sinnt preststörfum. Þetta er ein af hugsanlegum
skýringum á því að 22% karla nefna prest sem sterkasta áhrifaaðilann en aðeins
14% kvenna. Sama skýring gæti átt við um þann mun sem er á þeim áhrifum
er mæður hafa á börnin efdr kyni þeirra, þ.e. að dætur eigi auðveldara að taka
móður sína sér dl fýrirmyndar.
Þá skal hugað að hvers eðlis fýrrnefnd áhrif eru, jj.e.a.s. hvort þau leiði til
ákveðinnar afstöðu til kristinnar trúar. I töflu III,5 má sjá hvaðan þessi áhrif
koma á þá sem játa kristna trú og kyn svarenda.
9 Owe Wikström: Guds ledning. En psykologisk studie i aldrandets fromhet, Uppsala 1975.
10 Sama rit, bls. 92; leturbr. höf.
57