Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 183
Trúarlíf Islendinga
þessari einu spurningu.7 Þótt menn kjósi að lýsa grundvallarafstöðu sinni til
góðs og ills eins og á undan greinir þá kann annað að koma í ljós þegar staðið
er frammi fyrir því að meta gott og illt, rétt og rangt, í einstökum tilvikum. Sú
verður líka raunin þegar litið er á svör við nokkrum öðrum spurningum þar
sem meta skal siðferðilega sérstök tilvik. Þannig voru það 60% Islendinga, skv.
könnun Hagvangs, sem sögðust sammála því að um kynhegðun yrðu að gilda
siðgæðisreglur sem tækju til allra, en hinn kosturinn var sá að sú hegðun ætti
að vera mönnum algjörlega í sjálfsvald sett. 49% meðal Norðurlandaþjóða voru
sama sinnis og 43% Evrópuþjóða. Hér eru Islendingar m.ö.o. ekki manna
mestir heldur minnstir afstæðishyggjumenn. Sama kom í ljós þegar spurt var
um afstöðu til framhjáhalds í hjónabandi. Mælt á kvarða 1-10, þar sem 1
merkir „aldrei réttlætanlegt", 10 „alltaf réttlætanlegt“, fengu íslendingar gildið
1.73, Norðurlandaþjóðir 2.25 en Evrópuþjóðir 2.81. Afstæðishyggja eða
umburðarlyndi kom hins vegar í ljós þegar um var að ræða aðstæður sem um
margt eru séríslenskt íyrirbæri.
Spurt var:
Efkonu langar til að eignast bam sem einstœb möbir, en óskar ekki eftir ab bindast
karlmanni neinum varanlegum böndum, telur þú, að það sé í lagi eða að það sé ekki í
lagi?“
86% hinna íslensku svarenda álitu það vera „í lagi“ en 49% á Norðurlöndum
og 37% annarra Evrópubúa.
Þessi niðurstaða gefur glögga mynd af sérstöðu Islendinga hvað varðar
viðhorf til kynlífs og fjölskyldumála. Það er álitamál hvort þeir séu frjálslyndari
en aðrar Evrópuþjóðir í kynferðismálum en hins vegar jafn víst að þeir eru
fúsari til að viðurkenna fjölskyldugerðir og sambýlishætti þótt ekki sé um
hjúskap að ræða ogjafnvel ekki óvígða sambúð. Rótgróið jákvætt viðhorf til
barna sem fæðast utan hjónabands er einnig ótvírætt í þessum svörum.8
Fóstureyðingar
Núgildandi lagaákvæði um fóstureyðingar er að finna í „Lögum um ráðgjöf og
fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemis-
aðgerðir“, nr. 25/1975. Þessi lagasetning átti sér nokkuð langan aðdraganda
þar sem nefnd til að semja frumvarp um þessi efni var fyrst skipuð árið 1970.
I upphaflegri gerð eins og frumvarpið var lagt fyrir Alþingi síðla árs 1973 var
að finna ákvæði um svokallaðar fijálsar fóstureyðingar, þ.e. að fóstureyðing yrði
heimil „að ósk konu“, væri aðgerðin framkvæmd fyrir 12. viku meðgöngu og
7 Sjá nánar um afstæðishyggju íslendinga í trúar- og siðferðisefnum í grein Björns
Björnssonar og Péturs Péturssonar: Um trúarlíf Islendinga - frekari úrvinnsla á
Hagvangskönnuninnifrá 1984, Kirkjuritið, 52.árg., 1. hefti 1986, bls. 16-17.
s Sjá nánar ritgerð Björns Bjömssonar, Hjónabandtb og Jjölskyldan. Nokhrar tölfrabilegar
upplýsmgar og viðhorf. Ritröð Guðfræðistofnunar I, 1988, bls. 37-38.
181