Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 166
Studia theologica islandica
sinna. Nærtækara er þó e.t.v. að leita sögu- og félagsfræðilegra skýringa, þ.e.
að ekki hafi verið neinn félagslegur grundvöllur fyrir vakninghreyfingar meðal
leikmanna í andstöðu við kirkjulega embættismenn á 19. öld hér á landi. Prest-
arnir voru í fararbroddi í félagshreyfingum alþýðunnar og unnu að umbóta-
málum á mörgum sviðum. Það myndaðist engin varanleg gjá milli leikra og
lærðra, þ.e.a.s. sveitapresta og bænda. Trúarleg sjálfstæðishreyfing (vakningar-
hreyfing) varð ekki til en þjóðleg sjálfstæðishreyfmg mótaði þjóðlífið og einnig
á þeim vettvangi voru prestar oft fremsdr í flokki.-
Ef reynt er að draga saman athugasemdir fólks um starfshætd kirkjunnar má
sjá að um þrjú höfuðatriði er að ræða: I fyrsta lagi eru það athugasemdir sem
fjalla um guðsþjónustu og heldighald (flokkur 1,3,5 og 11; sjá töflu VI,2) og koma
þessi atriði 193svar sinnum fyrir í svörunum. I öðru lagi er að fínna athuga-
semdir sem fjalla um það sem lýtur að bohun oginnra starfi (flokkar 9,10,13 og
15) er koma 44 sinnum fyrir og í þriðja lagi atriði er varða starf kirkjunnar í
uppeldis- ogfélagsmálum (flokkar 2,4,6,7,8,og 14) er koma fyrir 175 sinnum. Það
er semsé helgihaldið sem mönnum er efst í huga þegar hugurinn beinist að
því sem betur mætti fara í starfi kirkjunnar og því næst starf hennar og mögu-
leikar í uppeldis- og félagsmálum.
I því skyni að greina þessi viðhorf nánar voru fylgjendur þeirra greindir að
og þessir hópar takmarkaðir þannig að þeir voru aðeins teknir með sem vildu
endurnýjun og aukin afskipd kirkjunnar á þessum sviðum (þ.e.a.s. sleppt var
flokkum 12, 13 og 14). Endurnýjun guðsþjónustunnar vildu samanlagt 137
svarendur og að kirkjan sinni meira uppeldis- og félagsmálum 125 (nokkrir
minntust á bæði þessi atriði). Var fyrst athugað hvort þeir sem vildu umbætur
og aukin afskiptí væru kirkjufólk eða ekki, eftir því hve oft þeir færu í kirkju
dl að vera við almenna guðsþjónustu (oft þýðir hér a.m.k. einu sinni í mánuði).
Tafla VI, 3 Athugasemdir um starfshætti kirkjunnar eftir því hve oft er
farið í almennar guðsþjónustur:
Oft Stundum Næstum aldrei
n= Vilja endurnýjun 72 349 297
guðsþjónustunnar Að kirkjan sinni meir 24 19 18 ns
uppeldis- og félagsm. 21 19 14 ns
2 Pétur Pétursson: Church and Social Cliange. A Study of the Secularization Process in Iceland
1830-1930, Helsingborg 1983.
164