Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 52
Studia theologica islandica
og giftingar. Þetta svið nær einnig yfxr tilbeiðslu, sem ekki er endilega þáttur
af einhverju kerfi eða skipulagi, svo sem biblíulestur, bænir og lestur sálma.
Um þessi atriði var einnig spurt í þessari könnun. Fimmta og síðasta sviðið eru
ajleiðingar (consequential dimension), þ.e.a.s. hvað trúin hefur í för með sér
og hvernig trúarlíf birtist í siðrænni afstöðu, hegðun og viðhorfum til verald-
legra sviða svo sem efnahags, stjórnmála o.s.frv. Það er mikilvæg spurning í
félagsfræðilegum athugunum á trúarlífi hverjar afleiðingar trúarafstaða hefur
á viðhorf manna og breytni í siðferðilegum málum, uppeldismálum, þjóð-
félagsmálum og stjórnmálum. Að sambandi milli nokkurra sviða trúarlífsins og
þessara málaflokka mun hugað nánar. I kafla VII verða siðferðismál sérstaklega
athuguð og í kafla Vlfl verður áhersla lögð á þjóðmál og stjórnmálaskoðanir.
Að sjálfsögðu greinir hinn trúaði sjaldan trúarlíf sitt eða áhrif þau sem hann
verður fyrir eftir þessum sviðum. Þau eru margvíslega samofrn í lífi
einstaklinga, hópa og þjóða. Hér ber að leggja áherslu á að trúarlíf er samtengt
tilfinningunum. Tilfinningalega þáttinn má skoða sem hluta af reynslusviði í
greiningu Glocks og Starks en hafa ber í huga að sá þáttur er á ýmsan hátt
tengdur öðrum þáttum trúarlífsins.
Eins og áður var bent á verður trúarlegri mótun ekki gerð tæmandi skil hér
enda gaf könnunin ekki tilefni til þess að fara að ráði inn á þetta svið. Til að
fjalla ítarlega um þau atriði sem upp koma þegar rætt er um trúarlega mótun
og áhrif þarf að byggja á öðrum aðferðum en aðeins spurningalistakönnun.
Hér mun því leitast við að kynna kenningar og niðurstöður nokkurra rann-
sókna á trúarlífi og þróun þess, jafnframt því sem tölur úr þessari könnun eru
kynntar og ræddar. En áður en tekið er til við að fjalla um trúarleg áhrif og
mótun skal hugað að þeim þáttum sem ætla má að sameini hin ólíku svið
trúarlífsins eins og þau birtust í svörum við þeim spurningum sem á listanum
voru. Til þessa voru valdar nokkrar mikilvægar breytur sem taka yfir fleiri en
eitt svið trúarlífsins.
í þáttagreiningu (varimax) voru valdar 18 breytur er varða trúarhugmyndir,
trúaratferli, trúarafstöðu, viðhorf til kirkjunnar og þátttöku hennar í þjóð-
málum. I kafla II var gerð grein fyrir nokkrum þessara breyta en nánari kynn-
ing og úrvinnsla á hinum verður gerð eftir því sem við á í þessum og næstu
köflum. Hér mun fjallað um þá pœtti sem skýra best þau tengsl og þann breyti-
leika sem kemur fram í svörum við þessum 18 spurningum. Þessar breytur
spanna aðallega þrjár af þeim fimm víddum trúarhugtaksins sem Glock og
Stark skilgreindu, þ.e. hugmynda-, atferlis- og afleiðingasviðin.
Fjórir þættir komu fram sem mark er á takandi. Er sá fýrsti langsterkastur
og skýrir 32.3% af heildardreifmgu svaranna.
50