Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1990, Blaðsíða 221
Trúarlíf íslendinga
guðfræðinga og félagsfræðinga sem þátt tóku í ráðstefnum og vinnuhópum á
vegum heimssambandsins. Fylgir hún hér í lauslegri þýðingu:
Þjóðríkistrúin eru hugmyndir, tákn og siðir sem löghelga vald grundvallarstofnana
þjóðfélagsins. Hún byggir upp samkennd þegnanna eins og hún kemur fram á opin-
berum vettvangi, sem tjáning velferðar þjóðarinnar. Hún er trúarleg að svo miklu leyti
sem hún eflir ábyrgð og siðferðisvitund einstaklinganna og gefur þeim ákveðna merk-
ingu og takmark sem þjóðarheildar. Hún er borgaraleg að svo miklu leyti sem hún
skilgreinir stofnanir samfélagsins og rétdndi og skyldur einstaklinganna. Þjóðríkistrúin
birtist í helgisiðum, siðum og venjum og því hvemig þjóðarhetjur eru dýrkaðar á helg-
um dögum og við hátíðleg tílefni. Hún birtist í mikilvægi helgra sögustaða og ritaðra
heimilda.5
Við undirbúning þessar könnunar var reynt að finna einhveija spurningu sem
gæti „mælt“ þá trúarafstöðu, sem hér hefur verið kölluð þjóðríkistrú og voru
erlendar kannanir, aðallega bandarískar og sænskar, hafðar til viðmiðunar.
Það var hins vegar ljóst að samþætdng trúar og þjóðernisvitundar hér á landi
er sérstæð og því ekki hægt að taka upp spurningar varðandi þetta atriði beint
úr öðrum könnunum, þótt æskilegt hefði verið og fróðlegt til samanburðar.
Var valin ein spurning þar sem reynt er að huga að tilteknum þætti þessarar
þjóðríkistrúar, þ.e. um afstöðu til biskupsembættisins. Æskilegt hefði verið að
taka með fleiri atriði en það varð að velja og hafna við samningu listans. Einnig
hefði þurft að gera ítarlegri forkönnun til þess að finna hentugar spurningar
í þeim tilgangi að skilgreina og ákvarða þær breytur, sem best næðu því sem
hér um ræðir, en það verður að bíða betri tíma. Aðurnefnd einkenni á trúarlífi
íslendinga eru þó svo athyglisverð að þess verður freistað að styðjast við þetta
hugtak í umfjölluninni hér á eftir, þótt efniviður hér sé af skornum skammti.
Afstaða til biskupsembættisins getur verið mælikvarði á þjóðríkistrúna.
Embætti biskups hefur löngum verið talið elsta embætti þjóðarinnar og hefur
því yfir sér vissan sögulegan helgiblæ, jafnvel í augum þeirra sem ekki hafa
mikla samkennd með evangelísk-lúthersku trúfélagi. Jákvæð afstaða til þessa
embættis og mikilvægi fyrir þjóðina í heild getur táknað bæði mikilvægi
hlutverks þess trúfélags sem hann er í forystu fyrir og einnig að embættið sé
mikilvægt af sögulegum og þjóðernislegum ástæðum. I fyrra tilvikinu gæti verið
um að ræða kristna trúarafstöðu eða þjóðríkistrú, eða - sem er líklegra -
sambland af þessu tvennu. I vissum tilvikum ætti að vera hægt að finna „hreina“
þjóðríkistrú þegar þjóðkirkjan sem stofnun er talin gegna sögulegu, velferðar-
og menningarlegu hlutverki, óháð eða þrátt fyrir trúfræði ogjátningu hennar
sem kirkjudeildar.
í listanum var beðið um að taka afstöðu til þessarar fullyrðingar: „Biskup
þjóðkirkju Islands er mikilvægt embætti fyrir þjóðina í heild“.
5 Béla Harmati (ritstj.): Sama rit, bls. 5.