Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 43
Sérkenni kristindómsins
birtist í Kristi, væri annar Guð. Kirkjan átti mjög í vök að verjast við
gnóstíkina, svo að talið er af fróðum mönnum, að hún hafi ekki átt í
annari baráttu skæðari. „Aðdráttarafl hennar lá í því, að hún hjálpaði
mönnum til að flýja frá raunveruleikanum, og lagði áherslu á háspekileg
vandamál í stað vandamála lífsins og baráttu þess og sigra eða ósgira”
(Macnicol, bls. 54). Gagnvart þessum kenningum var haldið fram
strangri eingyðistrú, sem að Guð, faðir Jesú Krists, væri almáttugur
skapari. En hin hápspekilega hugsun festi rætur í kirkjunni, sérstaklega
meðal Alexandríuguðfræðinganna (Klemens, Órígenes). Og
eftirtektarvert er það, að um leið og barist er gegn gnóstisma og heiðinni
speki, þá síast sífellt nokkuð af kenningu andstæðinganna inn í sjálfa
krikjukenninguna, ekki aðeins í orðalagi, heldur og í innihaldi. Séstaklega
má sjá hjá Órígenesi „föður hinnar kirkjulegu trúfræði” (Harnack:
Dogmengesch. bls. 129), sterk áhrif frá Plató og nýplatónsku. Guð er
hinn mikli frumkraftur, sem er hátt hafinn upp yfir allt, en frá honum
streymir hin skapandi orka og birtist í lækkandi stígum tilverunnar. En
fyrir þennan guðlega uppruna alls getur maðurinn nálgast Guð, í
frásérnumningu. Um nýplatónskuna er sagt: „Síðasta orð hennar var
flótti, en ekki sáttargjörð, lausn sálarinnar úr böndum endanleikans, en
ekki umbreytíng hins endanlega sjálfs tíl að verða verkfæri og opinberun
hins óendanlega” (Caird: The Evolution og Theology in the Greek
Philosophers, cit. Macnicol, bls. 54). Hér er á ferðinni tvíhyggja, sem
komst inn í kirkjuna, og upp af þessari stefnu sprettur síðan mýstíkin, þar
sem afstaða mannsins tíl Guðs byggist á því, að maðurinn losni frá hinu
endanlega eðli sínu fremur en á siðferðilegum rökum. Þessi stefna
steingerist síðar í grískkaþólsku kirkjunni.
Einnig má rekja drög þessarar stefnu gegnum falsrit Dionysiosar
Areopagíta, Scotus Erígena og Bónaventúra og allt til hinna þýsku
dulspekinga (Eckeharts, Taulers o.s.frv, sbr. bls. 118).
2. í vesturkirkjunni gætti minna áhrifa hinnar grísku heimspeki, en
menn vildu halda sér við hina arfteknu kenningu. Guð er einn, skapari
himins og jarðar, góður og réttlátur, og hefur gert ráðstafanir sínar
mönnunum til hjálpræðis, með því að senda þeim son sinn (íreneus,
Tertúllíanus). En engu að síður fundu menn þörf þess, að gera sér grein
fyrir innihaldi trúarinnar, og varð því vitanlega ekki komist hjá því, að
nokkur merki sæjust um hina heimspekilegu hugsun samtíðarinnar.
Ágústínus glímir við þrenningarlærdóminn, sem hann skýrir með ýmsum
líkingum (kærleikurinn: vides trinitatem, si caritatem vides; sálarlífið),
og leitast við að sanna tilveru Guðs (cosmologiska sönnunin,
Confessiones, 10,6). Hann notar grískt orðalag, er hann leitast við að
skýra eðli guðdómsins (essentía, personae, sbr. oúsía, hypostasis).
Anselmus hugsar sér Guð sem hið æðsta, er hugsað verður (quo majus
cogitari non potest: ontologíska sönnunin); hann er hugsandi andi,
réttlátur konungur heimsins, sem heimtar, að hinni móðguðu hátign sinni
41
L