Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 53
Sérkenni kristindómsins
hugmyndun opinberunarstefnu síðgyðingsdómnins, og orðalag Nýja
testamentisins ber þess mjög víða vott. Um það hefur nú verið deilt, hvort
hér væri eingöngu um að ræða áhrif í orðalagi, eða að baki lægi sú
skoðun að heimsslit væru í nánd. Varla virðist það geta staðist, að
eingöngu sé um stílform að ræða, a.m.k. ekki í heimsskoðun frum-
kristninnar. Um kenningu Jesú er meiri vafi. Þó má benda á eins ákveðin
orð eins og Markúsarguðspjall 9.1: „Sannlega segi ég yður, nokkurir af
þeim, er hér standa, munu alls eigi smakka dauðann, fyr en þeir sjá
guðsríkið komið með krafti”. Aftur á móti má benda á líkinguna um
sæðið, sem grær og vex, (Mk. 4,26nn) o.fl, sem bendir á hægan þroska
ríkisins.
Þessi orð, sem í var vitnað eru talin sýna, að í prédikun Jesú sé
heimsslitahugmyndin tengd við boðskap hans um guðsríkið. Weinel segir,
að öll prédikun Jesú sé framsett í formi heimsslitahugmyndanna,
(Theologie, 44) en þó tilheyri hann í eðli sínu ekki heimsslita-
trúarbrögðunum, því að hann hafi einmitt ekki þá drætti, sem eru
sérkenni þeirra (55). Guðsríkishugmynd Jesú er gjörólík hugmyndun
opinberunarritanna um framtíðarríkið. Guðsríkið kemur á þann hátt, að
vilji Guðs verður á jörðu eins og hann verður á himni (Mt. 6,10). í því
ríkir nýtt mat á gildi allra hluta (Mt. 5,3-12; 20,25nn). Það er ekki af
þessum heimi (Jóh. 18,36). En annað er það og, sem greinir á milli. Það
er vissan um það, að ríkið er nálægt, fyrir dyrum, þegar mitt á meðal
þeirra (Mt. 4,17; Mk. 13,29; Lk. 17,21). Það er komið yfir þá (Mt.
12,28).
En þegar að er gáð, þá kemur í ljós, að það er eingöngu á tveim
stöðum í samstofna guðspjöllunum, sem komu mannssonarins er spáð
meðan sú kynslóð lifði, sem þá var uppi (Mk. 13,26nn og hliðst. og Mt.
10,23). Á hvorugum þessara staða er það sett í samband við komu
guðsríkisins. Og annars staðar, þar sem talað er um endinn, þar er hvorki
talað um hann sem nálægan, né heldur er hann settur í samband við komu
guðsríkisins (Mt. 24,14; 28,19; Mk. 13,13 og hliðst. gæti þó bent í þá átt
að endirinn sé nálægur). Orðin í útsendigarræðunni (Mt. 10,23) eru úr
sérefni Matteusar, og geta vel verið mótuð af skoðun frumsafnarðarins.
Er þá aðeins eftir endurkomuræðan (Mk. 13 og hliðst). Og erfitt er að
neita því, að hugmyndir samtíðarinnar, sem lifði og hrærðist í
andrúmslofti heimsslitahugmyndanna, hafi ekki geta valdið því, að
guðspjallaritararnir hafi túlkað orð Jesú í samræmi við þær skoðanir,
enda þótt hann hefði ekki í raun og veru boðað nálægan endi heimsins, og
það því fremur, sem vitanlegt er að hann notaði orðalag samtíðarinnar
um þessa hluti. Mér virðist því, að enda þótt margir lærðir vísindamenn
hafi komist að gagnstæðri niðurstöðu, þá sé ekki þvingandi ástæða til að
líta svo á, að Jesús hafi búist við nálægum endi heimsins. Starf hans
almennt bar þess ekki vott. Hann lifði og starfaði í heiminum á hinni
51