Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 60
Bjöm Magnússon
Markúsarguðspjalli, en þó hafa verið færð að því allsterk rök, að hér sé
einnig um helgisögn að ræða, er hafi verið sett fram sem tákn um örlög
gyðingaþjóðarinnar (Ibid. I, bls. 178).
Með kraftaverkunum erum vér komnir fast að því sviði tilverunnar,
sem ég hef ætlað sérstakan kafla í þessari ritgerð: mannlífinu. Þar komum
vér inn á nýtt svið, því hvergi annars staðar í þeirri tilveru, sem oss er
kunn, er um að ræða andlega starfsemi, vitund, skilning og vilja á því
stigi, að hægt sé að taka af því líkingu um það, sem æðst er þekkt, Guð
sjálfan. Kristindómurinn gerir þann greinarmun á manninum og öllum
öðrum fyrirbrigðum náttúrunnar, að hann einn er Guðs ættar. En um það
verður fjallað í næsta kafla.
3. Maðurinn
1) Sonur himneska föðurins
í þeirri yfirlýsingu kristindómsins, að maðurinn sé Guðs ættar, felst
þrennt: skoðun á uppruna hans, eðli hans og tilgangi.
a) Uppruni mannsins
Kristindómurinn hefur það sameiginlegt með öllum öðrum trúar-
brögðum, að hann telur til skyldleika milli mannsins og Guðs. „í öllum
trúarbrögðum er skyldleiki — samfélag milli Guðs og manns” (Haering
Dogm, bls. 390). í Gamla testamentinu er þetta orðað svo, að Guð hafi
gert manninn eftír mynd sinni, líkan sér (Gen 1,26). Jesús tekur það sem
sjálfsagt, að Guð hafi skapað manninn, eins og heiminn (Mt. 6,26nn;
19,4) og talar um mennina sem syni Guðs (Mt. 5,9,45;) eða börn (Mt.
7,11). Annars kemur hann ekki með neina skýringu á uppruna mannsins,
frekar en hann gerir yfirleitt um heimsspekileg eða náttúrufræðileg efni.
í öðrum ritum Nýja testamentisins er og algjörlega byggt á sköpunar-
sögunum í Genesis, og hefur það haldist lengstum í sögu kristninnar.
Hitt lætur að líkum, að þegar stundir liðu fram, þá reyndu menn að
gera sér nánari grein fyrir uppruna mannsins en þar er gerð. Sérstaklega
vantaði þar upplýsingar um uppruna mannssálarinnar. Komu fram um
hann þrjár kenningar. Origenges byggði á platónskum hugmyndum, og
kenndi fortilveru mannssálarinnar. Ekki fékk sú skoðun byr hjá kirkjunni
og var dæmd villa á kirkjuþingi í Konstantínópel. 540. Þó hefur hún lifað
áfram í kenningum sumra heimspekinga (Shelling, Kant), og ýmsir
aðhyllast hana enn. Önnur kenning var sú, að sál fæddist af sál
(traducianismus) og átti sér að formælöndum Tertullianus, Aþanasius,
o.fl. Sú skoðun reyndist lífseigari, sérstaklega vegna kenningarinnar um
erfðasyndina, sem með því móti varð auðskildari, en varð þó að víkja í
kaþólsku og reformertu kirkjunnni, en Lúther og fylgismenn hans
58