Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 74
Bjöm Magnússon
þ.e.a.s. það í þeim, sem samrýmst getur guðshugmynd Jesú. Þessi afstaða
glataða sonarins, þegar hann gekk í sig og sá sinn innri mann. Hann fann
til óverðugleika síns, að hann hafði spillt hinu besta í sjálfum sér,
sonareðlinu. Og hann var sér þess meðvitandi, að hann hafðu syndgað,
hann hafði brotið gegn kærleiksvilja föður síns. En það er óendanlega
fjarri því, að hann finni til reiði hinnar móðguðu hátignar, eins og
Anselm. í þessari skoðun felst það, sem er grundvallandi í kristilegu
skoðuninni á syndinni sem trúarlegu hugtaki, að maðurinn finnur sig
fjarlægan Guði, vesalan og vondan gagnvart hinni miklu fyllingu kærleiks
hans. Þess vegna skerpist syndavitundin að sama skapi sem maðurinn
hefur fullkomnari þekkingu á Guði sem hinum kærleiksríka föður, sem
alla elskar með föðurhjarta. Þar finnum vér dóm Guðs um syndina. Að
standa gagnvart hinum heilaga, kærleiksríka föður, og finna til syndar
sinnar og óverðugleika að nálgast hann: það er að dæmast af Guði (sbr.
Jóh. 3,19). Syndin ber þannig sekt sína í sjálfri sér: hún er fólgin í því, að
maðurinn finnur sig fjarlægan Guði, og að hann fjarlægist Guð, fyrir það
að breyta gegn vilja hans. „Syndin sem sekt felur mikla hegningu í sjálfri
sér. Eins og hver siðgóð uppfylling skyldunnar ber að því leyti laun sín í
sjálfri sér, sem hún verður til þess að styrkja frelsi mannins, festa siðgóða
skapgerð hans, auka vöxt hinna æðri eðlisþátta hans, þannig ber einnig
hver synd að því leyti refsingu sína í sjálfri sér, sem maðurinn missir
fyrir hana þennan innri vöxt og bíður tjón á æðri eðlisþáttum sínum”
(Wendt, bls. 252).
En hvað er þá að segja um fráhvarf þeirra, sem ekki finna til
fjarlægðar sinnar frá Guði? Hjá þeim er vitanlega ekki um að ræða
tilfinningu fyrir óverðugleika eða synd, en þar getur ekki heldur verið
um sektartilfinningu að ræða. Það er því alveg sama hvort viðhorfið er
notað hvað það snertir. Og hugtakið fráhvarf sýnir einmitt betur en
nokkuð annað ástand þeirra manna. Þeir eru án Guðs í heiminum. Það er
fráhvarf frá uppsprettu lífs síns. Og það sýnir sig líka í lífi þeirra. Þeir
hljóta að magnast í hinu illa, er þá skortir samband við uppsprettu hins
góða. Og tekur þá að nálgast þá spurningu, hvort syndin geti gjörbreytt
manninum, slitið hann alveg frá uppsprettu lífs síns, svo hann glatist.
Fyrir þeirri skoðun má færa biblíuleg rök. Jafnvel úr kenningu Jesú
sjálfs. En reyndar er vafamál, hvort eilífur (aionios) þýðir endalaus (Mt.
25,46), eða aðeins „sem varir um aldur”. Af orðum, sem tákna glötun eða
tortímungu kemur aðeins eitt fyrir í guðspjöllunum (apoleia) og aðeins
einu sinni í samstofna guðspjöllunum í þeirri merkingu Mt. 7,12: breiður
vegurinn, er liggur til glötunarinnar (Sjá og Mk. 14,4=Mt. 26,8, þýtt þar:
að eyða, eyðsla, um smyrsl). í Jóhannesarguðspjalli er það í 17,12:
glötunarsonurinn. Sést af þessu, að aleyðingar- eða útskúfunarkenningar
hafa harla veika stoð í orðum Jesú. En hitt skiptir þó meir máli, að sú
kenning fær illa samrýmst kenningu Jesú um algóðan og almáttugan
föður. Að vísu hefur vísindamaður eins og Aulén, sem leggur ríka
áherslu á kærleikseðli Guðs og alveldi kærleikans (kárlekens suveránitet)
72