Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 91
Sérkenni kristindómsins
hugmyndum þjóðarinnar um lausnina úr ánauðinni á Egyptalandi, eins og
orðin um sáttmálann benda til, og eðlilegt var að væri ofarlega í hugum
Gyðinga um páskaleytið, en um það er ekkert sagt, hverjum
lausnargjaldið sé greitt, né heldur fyrir hvað, og allar tilraunir til að
svara því lenda í ófæru, langt frá þeirri guðshugmynd, sem Jesús flutti
(sbr. Weinel: Theologie, 206n).
Það er annar langtum einfaldari og frumlegri skilningur á dauða Jesú,
sem samrýmist fullkomlega kenningu hans um alveldi hins guðlega
kærleika. Það er sú ofur einfalda staðreynd, sem áðan var bent á, að með
því einu, að hika ekki við kvalir né dauða, gat hann sýnt, hvernig hinn
guðlegi kærleikur þjáist fyrir syndir mannanna. Hefði hann ekki gert það,
hefði hann ekki sýnt hann eins og hann er. Þessi sannleikur leynist í
„villukenningu” patripassiana um það, að faðirinn hafi sjálfur þjáðst í
dauða Jesú. Þetta er einmitt það, sem framar öllu öðru er sérkennilegt
fyrir kristindóminn: ekki, að Guð hafi fórnað syni sínum fyrir syndir
mannanna, því að sú hugmynd er einmitt kominn inn í kristindóminn frá
öðrum trúarbrögðum — heldur að Guð er svo skilyrðislaus kærleikur, að
hann þjáist fyrir hvern vesaling, sem fjarlægist hann, og leggur allt í
sölurnar, til að fá hann til að nálgast sig aftur (Sbr. Lk. 15,3-7, 8-10).
„Engin önnur trú hefur boðað Guð sem leitaðist alltaf við í kærleika að ná
snertingu við hinn seka, og sem jafnvel fallnir menn ættu sérstakt tilkall
til” (Mackintosh: Forgiveness, bls. 18). „Djúptækustu merki þess, að hinn
guðdómlegi kærleikur stendur gegn hinu illa finnur kristindómurinn í
því, að Guð gerir allt til að yfirbuga það, jafnvel svo, að hann ber byrðar
þess og hefur sjálfan sig í fórn kærleikans. Þannig er krossinn í senn
vottur um hina ótvíræðustu andæfíngu Guðs gegn hinu illa og alveldi hins
guðlega kærleika gagnvart þvf’ (Aulén, 138).
89