Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 95

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 95
Sérkenni kristíndómsins 4,3nn.=Mt. 13,3nn). Bænin í Faðir vor: „Komi ríki þitt” (Mt. 6,10. Lk. 11,2), sem Jesús kenndi lærisveinunum að biðja stöðugt, ber og vott um hið sama. d) í sumum ummælunum er rætt um guðsríkið sem breytingu á kjörum mannanna og gæði þau, sem því eru samfara. Ber þar fyrst að nefna sæluboðanirnar, sem allar lýsa þeim gæðum, sem guðsríkinu fylgja (Mt. 5,3nn.=Lk. 6,20nn). Ekki ber mönnum saman um, hvort þar sé lögð frekar áhersla á andleg eða efnisleg gæði, en hvort tveggja kemur til greina. Þó bendir texti Lúkasar frekar til breytinga á ytri kjörum. Aftur er hvatning fjallræðunnar um að safna sér fjársjóðum á himni, en ekki á jörðu, ótvíræð (Mt. 6,19n). Allmörg ummæli líkja gæðum ríkisins við borðhald og veislufagnað, en flest mun það líkingamál um hin andlegu gæði. Til þeirra má nefna söguna um miklu kvöldmáltíðina (Lk. 14,16nn) og brúðkaup konungssonarins (Mt. 22,2nn), orðin um að sitja til borðs með forfeðrunum, (Mt. 8,11) og orðin sem Lúkas tilfærir við kvöld- máltíðina (22,16, 18. sbr. v. 30) Líka er rétt að geta í þessu sambandi svars Jesú til Jóhannesar (Mt. ll,2nn), því að þar eru talin þau líknarverk, sem guðsríkisboðuninni fylgja, og vitanlega skapa þeim, sem inn í það ganga, breytt kjör. Skyld þeim eru orðin, sem Jesús las upp úr Jesajaritinu í samkunduhúsinu í Nasaret, og gerði að sínum, því þau greina frá breytingum á kjörum mannanna, sem boðskapur Jesú um guðsríkið hafði í för með sér (Lk. 4,17nn). e) Loks eru mörg þau orð um guðsríkið, þar sem gerðar eru sérstakar kröfur til þeirra, er inn í það ganga, og lýst skilyrðum þess. Er þar litið á guðsríkið sem siðgœðisþroska. Að vísu er sá þroski ekki fólginn í bókstaflegri fylgd ákveðinna siðaboða, slíkra sem Faríseamir tíðkuðu (Mt. 5,20), heldur munu jafnvel tollheimtumenn og skækjur ganga á undan þeim inn í guðsríkið (Mt. 21,31). Heldur er hann fólginn í fúsleik til að fylgja Jesú og ákveðnum vilja (Lk. 9,60nn, sbr. Mt. 10,37nn, Lk. 14,26nn), sem er fús að leggja allt í sölurnar (Mk. 9,47). En fremur öllu öðru er hann fólginn í einlægni hins móttæka hugar, sem treystir ekki eigin verðleikum né réttlæti. Það kemur fram í orðunum um börnin (Mk. 10,14, Mt. 18,3n), í orðunum um ríka manninn, sem treysti auðæfunum (Mk. 10,23nn), og einnig sést það af orðum eins og þeim, að Jesús sé ekki kominn tíl að kalla réttláta, heldúr syndara (Mt. 9,13). Og hið sama felst og í sæluboðununum, þar sem lýst er hinum fátæku í anda, sem eru syrgjendur, hógværir, hjartahreinir, miskunnsamir, friðflytjendur, og hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, en verða ofsóttir fyrir réttlætis sakir (Mt. 5,3-12, sbr. Lk. 6,20nn). Þessir eru þeir, sem gera vilja himneska föðurins (Mt. 7,21) og finna þrönga hliðið, og mjóa veginn, sem liggur tíl lífsins (Mt. 7,14, sbr. Lk. 13,24). Enn eru tvenn ummæli um guðsríkið, sem eru sérstæð fyrir það, að þar virðast ráða sjónarmið hinnar byrjandi kirkju, sem er skoðuð sem guðsríkið, en inniheldur bæði illa og góða, dæmisögurnar um illgresið meðal hveitísins og um netið, báðar í sérefni Matteusar (13,24nn. og 47nn). 93
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.