Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 99

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 99
Sérkenni kristindómsins tala um það sem breytingu á kjörum mannanna, — og þar litið á hin ytri kjör,— þótt hins vegar hafi oftast verið lifandi vonin um frekari fullkomnun ríkisins í öðru lífi. En það er þeim öllum sameiginlegt með guðsríkishugsjón Jesú, en þar hefur verið reynt að gera bræðralags- hugsjón mannanna að veruleika. Hin þekktasta félagslega tilraun til að gera guðsríkið að veruleika er frumsöfnuðurinn í Jerúsalem. í Postulasögunni er sagt frá því, að „allir þeir sem trúðu voru saman og höfðu allt sameiginlegt”, að þeir seldu eigur sínar og gáfu andvirðið til sameiginlegra þarfa (Post. 2,44nn. 4,32nn). Þar var „eitt hjarta og ein sál”, fullkomið bræðralag. Þó hélst það ekki hrukkulaust. Er vaxa tók fjöldi lærisveinanna kom upp kurr hjá sumum yfir því, að ekkjur þeirra væru settar hjá. Þessu var borgið í svip með því að setja sérstaka tilsjónarmenn til að standa fyrir hinni sameiginlegu þjónustu (Post. 6,lnn). En er frá leið, virðist söfnuðurinn hafa lent í fjárhagslegum kröggum, því að Páll segir frá því, að hann hafi gengist undir það að leita samskota handa hinum fátæku í Jerúsalem, og það gerði hann með mikilli kostgæfni (Gal. 2,10, sbr. Ró. 15,25n, Post. 24,17, I. Kor. 16,1, II. Kor. 8,lnn). Þessi félagslega tilraun frum- safnaðarins hverfur síðan úr sögunni, án þess menn viti, hve lengi hún hefur staðið, en sennilegt er að það hafi verið allt fram til eyðingar Jerúsalemsborgar, er söfnuðurinn hraktist burt, og virðist hafa leyst sundur upp úr því sem sérstakur söfnuður. Vafalaust hefur bræðralag frumsafnaðanna átt nokkurn þátt í að móta munklífi kaþólsku kirkjunnar, og haft er eftir Chrysostomosi, að nú lifðu menn í klaustrum eins og hinir trúuðu í Jerúsalem hefðu áður lifað (RGG. III. 1159), en ekki er þó þar um að ræða tilraun til að innleiða guðsríkið inn í almennt félagslíf manna, enda fór út um þúfur með fátæktina og jafnvel bræðralagið í klaustrunum er fram liðu stundir. Er ekki að ræða um félagslega guðsríkishugsjón nema hjá nokkrum sértrúarflokkum, sem sumir voru nokkuð ofsafengnir, eins og endurskírendur siðbóta- tímabilsins. Rólegri voru „bræður samfélagslífsins” (fratres communis vitae), sem taldir eru upprunnir á 15. öld. Einkenni þeirra voru, samkvæmt því sem einn þeirra sagði: „Vér erum ekki munkar, en vér viljum og keppum eftir að lifa guðlega í heiminum” (Dieburg). Ýmsa fleiri sértrúarflokka mætti nefna, sem hafa verið uppi lengur eða skemur, og hafa lagað félagslíf sitt eftir fyrirmynd frumsafnaðarins og bræðralagshugsjón guðsríkisins, en því verður þó sleppt hér, með því að upptalningin ein er lítils virði, en mundi leiða of langt frá aðaltilgangi þessarar ritgerðar að skýra þar greinilega frá, með því að þá flokka má frekast skoða sem yfirborðsfyrirbrigði, er ekki snerta hinn mikla undir- straum hins sögulega kristindóms. Aðeins má geta þess, að vissir flokkar á Englandi, sem hér heyra undir, hafa orðið fyrirrennarar sócialismans þar í landi (Levellers, Ranters), eins og raunar má rekja alla þjóðfélagslega sameignarstefnu til hinna kristilegu guðsríkishreyfinga. En aftur hefur svo hin stjórnmálalega jafnaðarstefna vakið nýja félagslega hreyfingu innan kristindómsins, sem gerir sér vonir um að 7 97
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.