Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 122
Bjöm Magnússon
um það hvernig hún verkaði sem upphaf hins nýja lífs, og verður það
ekki rakið hér.
Þegar litið er til kvöldmáltíðarinnar verður svipað uppi á teningnum.
Einnig hún á frummynd sína í mýsteríunum, enda halda sakramentin því
nafni í austurkirkjunni allt fram á þennan dag. Brauðið er (eða veitir)
hluttaka í líkama Krists, vínið er hluttaka í blóði hans (I. Kor. 10,16). Sá
sem etur hold Krists og drekkur blóð hans, er í Kristi og Kristur í honum
(Jóh. 6,56). Þannig var litið á kvöldmáltíðina sem helgiathöfn er veitti
þátttakendunum hlutdeild í guðdómnum, hún verkaði, er fram liðu
stundir, eins og líka skírnin, fyrir það eitt, að vera framkvæmd — ex
opere operato — sem töframeðal, mýsteríum, sakramenti. Kvöldmáltíðin
varð altarissakramentið.
í þessu sambandi skipta ekki máli deilur manna um það, hvernig þetta
verkaði, hvort um var að ræða andlegan skilning á nærveru Krists í
sakramentinu, eða bókstaflegan, eins í transsubstantiationskenningu
kaþólsku kirkjunnar, eða Lúthers „in, cum et sub”. Ekki koma heldur
þessu máli við hugmyndirnar um messufórnina, að öðru leyti en því, að
þær eru á mýstiskan hátt endurtekin fórn Krists á krossinum, sem hefur
óbeint gildi fyrir sameiningu Guðs og manns, með því að uppfylla þau
skilyrði, sem þarf til að Guð taki manninn í sátt (friðþæging). En hið
jákvæða gildi kvöldmáltíðarinnar er samkvæmt mínum skilningi, og svo
framarlega sem það er nokkuð til samræmanlegt kenningu Krists um
samband Guðs og manns, ekki fólgið í gildi þess sem sakramenti (mýstisk
helgiathöfn). Heldur er þess að leita á þeirri leið, sem vörðuð er af
Berengaríusi frá Tours, Zwingli o.fl, sem ekki hafa getað fellt sig við
hina mýstisku skýringu, og stefnir að því, að skoða hana sem samfélags-
máltíð, þar sem menn styrkja samband sitt innbyrðis og við hinn nálæga,
dýrðlega drottin sinn með því að minnast saman dauða hans og þjáninga,
og þess altæka kærleika, sem birtist í dauða hans fyrir málstað guðs-
ríkisins.
3) Bœnin
Hin eiginlega aðferð kristindómsins, sú eina, sem er í samræmi við
kenningu og líf Jesú, til að öðlast samlíf við Guð, er bænin. Mýstíkin á
ekki stoð hjá Jesú, hvorki í hinni þrengri merkingu, sem samruni
sálrinnar við Guð, né í hinni rýmri merkingu, að vilja ná þeim samruna
fyrir tilstilli ytri helgisiða og efnislegra hluta. Maðurinn kemur í bæninni
fram fyrir Guð, blátt áfram og án nokkurra ytri hjálparmeðala, ekki til
að týna sjálfum sér í djúpi guðdómsins eða loka guðdóminn inni í sál
sinni, heldur til að tjá honum þarfir sínar, og gera sjálfan sig með því
móttækilegan fyrir krafti hans, hinum andlega mætti, sem ætíð leitar sér
útrásar hvarvetna í sköpun Guðs, þar sem móttækileiki fyrir honum er
fyrir hendi.
Ég mun nú fyrst gefa stutt yfirlit yfir það, sem kunnugt er um bænalíf
Jesú, og kenningu hans um bænina, og gera síðan tilraun til að svara
120