Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 131

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 131
Sérkenni kristindómsins 1) Kröfurnar í siðakenningu Jesú getum vér greint þá tvo sömu meginþætti, sem einkenndu líf hans: Hreinleika og kærleika (sbr. Hamack: Krd. bls. 125). Allt líf hans stjórnaðist af þessum tveim megin-öflum, og siðakröfur hans eru knúnar fram af þeim, eða verða leiddar út af þeim. Hreinleikinn birtist sem sannindi og heilindi í allri framkomu, sem hreint hugarfar, er birtist jafnt í siðferðilegum hreinleik sem í réttu mati og meðferð hinna efnislegu hluta; inn á við gagnvart manninum sjálfum birtist hann sem auðmýkt, út á við birtist hann sem hugrekki og ákveðinn vilji. Kærleikurinn birtist sem fúsleiki til fyrirgefningar, sem þjónustusemi og fórnfýsi (Að mestu skv. Weinel: Theologie, bls. 84nn). a) Hreinleiki 1. „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá” (Mt. 5,8). Þessi orð geta verið yfirskrift yfir allri siðgæðiskenningu Jesú. Hið hreina hjarta birtist fyrst í því, að maðurinn er heill og sannur í allri framkomu sinni. Hann á að vera sannur í orðum sínum, svo sannur, að hann þurfi ekki að staðfesta orð sín með eiði, því síður að fara krókaleiðir til þess að komast hjá því að sverja beint við nafn Guðs (Mt. 5,33nn). Já hans sé já, nei hans nei (sbr. Jak. 5,12). Verk hans eiga að vera runnin upp af hreinni þörf hjartans, en ekki af hræsni, til að sýnast fyrir öðrum (Mt. 6,1, sbr. kapítula 23), ekki heldur til að hljóta laun fyrir þau (Lk. 14,12); Guðsdýrkun hans, góðgerðasemi og sjáfstamning á allt að vera framið af innri þörf, án löngunar til að láta á því bera eða hljóta hrós fyrir af mönnum (Mt. 6,5nn, 2nn, 16nn). Maðurinn á að byggjast upp sem heilsteyptur persónuleiki á traustum grundvelli heillar fylgdar við orð Jesú (Mt. 7,24nn). Trúmennska yfir litlu mun leiða til þess, að hljóta stærra hlutverk (Mt. 25,14nn, sbr. Lk. 16,10n). 2. Sannindin og heilindin í hinni ytri breytni eru afleiðing af hreinu hugarfari. Það, sem mest á ríður, er að hugur manns sé hreinn, því að innan frá, frá hjarta mannsins koma hinar illu hugsanir, sem eru undirrót frillulífis, morða, ágirndar, munaðarlífis, öfundar. Þetta er það, sem saurgar manninn (Mk. 7,21nn). Hugsun mannsins á að vera svo hrein, að hann líti ekki á konu með girndarhug, beri ekki reiðihug eða haturs til bróður síns, gjaldi ekki illt með illu, setji sig ekki í dómarasess yfír aðra (Mt. 5,27n, 21nn, 38n; 7,lnn); forðist alla ágirnd, og sé reiðubúinn til að segja skilið við efnisleg verðmæti til að geta gefið sig allan við að fylgja Jesú (Lk. 12,15, Mk. 10,17nn, sbr. Lk. 19,8). Þar sem fjársjóður mannsins er, þar mun og hjarta hans vera, því er áríðandi, að safna sér fjársjóðum á himni, en ekki á jörðu, því að sá, sem það gerir, er heimskingi, sem stendur allslaus uppi, þegar hann verður að skilja við þetta líf, og verra en það, því að ef hann hefur látið auðinn tæla sig til munaðarlífis, mun hann kveljast í brennandi þorsta girnda sinna, þegar hann kemur í andlega lífið (Mt. 6,19nn, Lk. 12,15nn, 16,19nn). Heldur
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.