Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 134
Bjöm Magnússon
5,38nn). „Elskið óvini yðar, gjörið þeim gott, sem hata yður; blessið þá,
sem bölva yður, og biðjið fyrir þeim, sem sýna yður ójöfnuð.” „Gjörið
gott og lánið, án þess að vænta nokkurs í staðinn” (Lk. 6,27n, 35, Mt.
5,43nn). Miskunnsemi við alla er sjálfsögð skylda (Lk. 10,30nn, sbr. Mt.
9,13, 23,23). En sérstaklega hvetur Jesús til að líkna þeim, sem eru minni
máttar, og felur lærisveinum sínum að lækna sjúka, án þess að taka
nokkuð á móti, eins og hann sjálfur gerði. Það eru miskunnarverkin, sem
eru úrskurðandi við dóminn mikla (Mt. 25,3lnn, 10,8, ll,2nn, Lk.
4,18nn). Konunni bersyndugu er mikið fyrirgefið, af því að hún elskaði
mikið, og sýndi elsku sína í verki með því að veita Jesú þá þjónustu, sem
aðrir létu undir höfuð leggjast (Lk. 7,36nn, sbr. Mk. 14,3nn). Þjónustan
krefst fullrar sjálfsfórnar, sem hikar ekki við sjálfan dauðann (Mk.
10,42nn).
Hér er eitt nýtt atriði í boðskap Jesú, þar sem hann gekk lengra en
nokkur á undan honum. „Ný var krafa hans um kærleikann: ekki krafa
hans um kærleika til náungans yfirleitt, heldur krafan um takmarkalausan,
sjálfkrafa, fyrirgefandi kærleika, sem jafnvel gerir óvinum gott,
kærleika, sem í eðli sínu og dýpt er líkur kærleika Guðs, og er boðaður
sem skilyrðislaus skylda með skýrskotun til þess kærleika, sem mennirnir
reyna af hálfu himneska föðurins” (Wendt, bls. 286).
Allar þessar siðakröfur staðfesti Jesús í eigin lífi sínu, með því að sýna
þær í verki. Að ætla að heimfæra dæmi því tíl sönnunar, væri sama og að
rita upp alla sögu samstofna guðspjallanna. Þau er öll frásögn um slíka
birtingu hins æðsta siðgæðis í verki. Ef einhver finnur dæmi í gagnstæða
átt, eins og sögund um formæling fíkjutrésins (Mk. ll,12nn), þá sýnir
einmitt það, hve ókunnuglega oss koma slíkar sögur fyrir sjónir, að öll
persónan er gagnsýrð af skilyrðislausum kærleika. Að öðru leytí má segja
það, að sál hans, eins og hann mætir oss í guðspjöllunum, er stærri en
svo, að vér getum gert oss í hugarlund að vér fáum gripið alla dýpt
hennar, né sagt um það, hvað hafi verið sálfræðilega mögulegt fyrir
honum.
2) Skýjaborgir eða raunsæi
Þegar litið er yfir siðgæðisboð Jesú, þá dylst ekki, að margt er það í
þeim, sem gerir strangar kröfur til mannlegrar getu, og langt fram yfir
það, sem venjulegir menn telja sér fært að uppfylla. Enda þótt kærleikur
væri meginkrafturinn í öllu starfi Jesú, þá var þó ekkert fjær honum en
að gera gælur við mannlegar breiskleika eða slá af kröfum sínum um hið
strangasta siðgæði. Hann mat manninn meira en alla veröldina og dýrð
hennar, og settí honum hið æðsta mark að keppa að.
a) Mótbárurnar
En maðurinn er takmarkaður, og honum hrýs hugur við, þegar honum er
sett mark að keppa að, sem ofar er hinum hversdagslega sjónhring hans.
132