Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 155
Sérkenni kristindómsins
óréttmætar árásir á siðgæði kristindómsins, að það sé siðakenning
veikgeðja smámenna (Nietzsche). Að svara mótgerðum samkvæmt aðferð
Jesú krefst oftast meira hugrekkis og sannari karlmennsku en að svara í
sömu mynt. Og að þora að láta guðsviljann ráða, hvert sem hann leiðir
mann, krefst hinnar sterkustu trúar og viljaþreks.
Að vera frjáls er að vera sannur. Og sannur er maðurinn, sonur hins
algóða, himneska föður, þá aðeins, þegar hann er kærleiksríkur. Þess
vegna er hið frjálsa siðgæði guðsríkisins á hverju sviði sem það birtist,
framkvæmd tvöfalda kærleiksboðorðsins. Að lifa í elskunni til Guðs er
ógerningur öðruvísi en að láta hana birtast sem elsku til bræðra sinna og
systra. Siðgæði einstaklingsins fær fullkomnun sína í siðgæði félagslífsins.
Hugsjónin æðsta: skilyrðislaus sjálfsfórnandi kærleikur, verður ekki
framkvæmd nema í félagsskap bræðra og systra. Guðsríki er ekki
eingöngu hið innra í hverjum manni, heldur meðal mannanna. Það verður
umræðuefni vort í næsta kafla.
3. Félagslífið
Þegar ræða skal siðgæðishugsjón kristindómsins á sviði félagslegra
samskipta mannanna, þá koma vitanlega mörg atriði til greina, sem ekki
verða tök á að ræða ýtarlega innan takmarka þessarar ritgerðar. En hér
mun verða gerð nokkur grein fyrir því, hver áhrif hið nýja gildismat
guðsríkisins hefur á viðskipti mannanna, hvernig í stað yfirgangs og
drottnunar skal koma fórnfús þjónustusemi, í stað samkeppni og fjand-
skapar bræðralag og samhjálp, í stað sundrungar syndugra efnisþræla
samfélag heilagra guðsbarna.
1) Þjónusta
Það mætti virðast svo, að það væri svo sjálfsagður hlutur, að ekki þyrfti
að taka það fram, að í samfélagi mannanna birtist hið kristilega siðgæði
fyrst og fremst sem þjónusta. Það hefur ítrekað verið bent á það hér að
framan, að Jesús hafi snúið við mati manna á því, hver væri mestur, og
sett þar þann sem þjónaði ofar þeim sem drottnaði, og bent á líf sjálfs sín
sem fyrirmynd þess. Vitanlegt er það, að þjónusta hlýtur alltaf að vera
félagsatriði, þótt hún sé líka atriði einstaklingsins, þar sem til hennar þarf
þá skapgerð, sem er það eiginlegt að þjóna, þjónslundina. Það er fyrst í
félagsskap heildarinnar, sem einstaklingurinn fær notið sín til fulls.
a) í sögu kirkjunnar
En þrátt fyrir þetta hefur þó raunin orðið sú í kirkjunni, að þar hefur
löngum drottnunin setið í fyrirrúmi fyrir þjónustunni. Kirkjan fann til sín
sem stofnunar, sem hefði á valdi sínu allt það, er til hjálpræðis mannanna
heyrði, og þetta vald hennar steig henni til höfuðs, svo að hún beitti því