Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Síða 158
Bjöm Magnússon
og fastar reglur. Ef mjög örðugt tilfelli hefði verið borið undir hann, er
sennilegt að hann hefði sagt, eins og hann sagði um annað boðorð:
„Hjónabandið var gert fyrir manninn, ekki maðurinn fyrir hjónabandið.”
Hann segir ekki að Móse hafi skjátlast í því að slaka til vegna hörku
mannlegs hjarta, Móse var löggjafi; hann var það ekki” (Ethics, bls. 372).
Sbr. ennfremur: „Að því er snertir hjónabandið, get ég fyrir mitt leyti
ekki trúað því, að ætlun hans hafi verið að setja óhagganleg lagaboð. Ég
held, að eins og um önnur mál hafí hann bent á hugsjónina, og látið síðari
aldir um það að höndla uppfyllingu hennar, eftir því sem unnt var”
(White, op. cit. bls. 98). Auk þess sem í þessum orðum, sem síðar voru
tilfærð, birtist mjög heilbrigður skilningur á siðakröfum Jesú yfirleitt, þá
sýna hvort tveggja þessi ummæli hvernig litið er á kröfur hans um
hjónabandið af þeim, sem nú hugsa fordómalausast um þessi mál meðal
Englendinga.
Af því, sem hér hefur sagt verið, virðist mér vera ljós sú niðurstaða,
að hugsjón kristindómsins um hjónabandið er gagnkvæm þjónusta, byggð
á frjálsum kærleika beggja aðila. Sú ein samtenging er frá Guði, hvað sem
öllum vígslum manna líður.
c) Foreldraskyldan
En „kærleikshugðin lifir ekki á sjálfri sér; hún endist aðeins þar sem
elskendurnir elska marga hluti saman og ekki aðeins hvor annan. Það er
þessi skilningur á því að ekki er með góðu móti hægt að einangra
kærleikann frá starfsemi lífsins, sem er hinn varanlegi vísdómur hjóna-
bandsstofnunarinnar” (Lippmann, Preface to Morals, bls. 308-309, cit.
Barry, bls. 213). Hin gagnkvæma þjónustusemi brýst út í sameiginlegri
þjónustusemi fyrir þá, sem hjónin elska, fyrst og fremst börnin (Sbr.
Herrmann: Ethik, bls. 180n). Hjónaband, sem nálgast hina kristilegu
hugsjón sína, er hinn besti skóli í fórnfúsri þjónustusemi, sem þekkist. Þar
gefast ótal tækifæri til að láta sjálfselsku og værukærð víkja fyrir umönn-
um og vakandi, starfandi kærleika.
Eitt hið örðugasta viðfangsefni kristilegrar siðfræði meðal samtíðar
vorrar er skylda foreldra til að geta og ala börn, og afstaðan til frjálsrar
takmörkunar barneigna. Eldri siðfræðingar, sem á það minnast, taka
sumir ákveðna afstöðu gegn öllum slíkum rástöfunum, sérstaklega
getnaðarvörnum (Ottley: Christian Ideas and Ideals, bls. 323n). Fleiri láta
þeirra að engu getið (Herrmann, Haring, Adam, Alexander, Kirn). Þá eru
aðrir, sem telja hér um mikið vandamál að ræða, og geti undir sumum
kringumstæðum verið óhjákvæmileg skylda, að takmarka fjölda barna
sinna, en það sé oft óframkvæmanlegt án getnaðarvarna, en þær verði
aldrei framkvæmdar „með góðri samvisku og sem sjálfsagðar af alvarlegu
fólki” (Althaus, Grundrisz d. Ethik, bls. 90n). En sumir þeir, sem síðast
hafa ritað um þessi mál, taka ákveðna afstöðu með takmörkun barneigna.
Barry segir: „I öllu, sem sagt hefur verið (:framar í bók hans) er fallist á
réttmæti jafnt sem nauðsyn þess að takmarka fæðingar af yfirlögðu ráði.
Kristileg siðfræði verður að leggja áherslu á þetta. Hún getur ekki kennt
156