Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 159

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 159
Sérkenni kristindómsins helgi hjónabandsins og ábyrgð þess að vera foreldrar, nema hún kenni með jafnri áherslu skyldu virðingar og sjálfsstjórnar í nánustu sam- skiptum hjóna á kynferðissviðinu, og hófs, framsýni og viljaákvörðunar í því að koma börnum inn í heiminn” (bls. 226). Hann telur réttu aðferðina til þess vera bindindi, en viðurkennir, að hún sé ekki öllum fær, og niðurstaða hans verður: „Ég fæ ekki séð hvernig kristilegt almenningsálit verður réttlætt í því að standa á móti því að getnaðarvamir verði kenndar á áreiðanlegum sjúkrahælum (reliable clinics, bls. 229). Inge gengur lengra, og segir, að „enginn, sem þekkir nokkuð til mannlegrar náttúru, getur látið sér detta í hug, að fullkomið bindindi sé lausn vandamálsins” (Ethics, bls. 273). Hann bendir á, að það sé miklu líklegra til að leggja hjónabandið í rústir, og tilfærir talandi dæmi máli sínu til stuðnings (Sbr. ennfremur: David, í Christianity and the Crisis, bls. 325n. ályktun Lambeth-fundarins 1930, cit. Barry, bls. 233, og RGG. II, 407). Þess er sjálfsagt að geta, að þetta vandamál hefur orðið mest knýjandi í þeim löndum, þar sem þéttbýli og offjölgun þjóðanna hefur valdið erfiðleikum. En þó er það vakandi alls staðar þar, sem menn finna þörfina á því, að veita börnum sínum mannsæmandi uppeldi, en skorti efni til að ala upp mörg börn, eða þar sem heilsa móðurinnar er í veði. Hér er vandamál, sem ekki var til á dögum Krists, og er ekki hægt að vitna í einstök orð hans með eða móti. En úrlausn þess verður að miðast við það, að láta anda hans ráða, þannig að uppfyllt verði boð hans um fómfúsa þjónustu þeirra, sem lítilmagna eru, og ekki stofnað til þess, að sú þjónusta verði að hálfu eða engu liði. Og hitt ber líka að viðurkenna, að ef færð verða rök fyrir því í einu landi, að frjáls afskipti mannsins af því, hvort hann verður orsök að nýju lífi á jörðunni, geta samræmst siðakenningu Jesú, þá em um leið engin algild rök til gegn þeirri aðferð. Hér hefur verið varið nokkuð löngu máli til að ræða sérstakt siðgæðisvandamál nútímans, sem ekki hefur verið umræðuefni guðfræð- inga hérlendis fram að þessu, svo mér sé kunnugt, en er þó orðið vakandi mál með almenningi og enda rætt á prenti, bæði í bókum og tímaritum. Þetta mál er eitt af erfiðustu viðfangsefnum siðfræðinnar, og verður ekki leyst nema með því að dæma eftir aðferð Krists, að meta mest hin andlegu verðmæti guðsríkisins, og hverfa hvergi frá kröfu hans um fórnandi þjónustusemi. d) Þjónusta lítilmagnans Sú þjónusta, sem kirkjan hefur sýnt sig fúsasta til á liðnum öldum, er þjónusta og hjálpsemi við þá, sem lítilmagna eru eða hjálparþurfa. í því efni hefur hún unnið mikið starf og gott, og stuðlað að almennri mannúð og miskunnsemi. Þessi skylda er skýrt brýnd fyrir mönnum í kenningu Jesú, og nægir að benda á söguna um miskunnsama Samverjann, orðin við dóminn mikla (Mt. 25) og um smælingjana (Mt. 18). Náungi manns, sem honum ber skylda til að þjóna, er hver sá, sem á vegi hans verður og næst honum stendur á hverri stundu. Þannig eru að öðru jöfnu fyrstu skyldur vorar gagnvart eigin fjölskyldu (sbr. Wendt: Die sittliche Pflicht, bls.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.