Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Side 164
Bjöm Magnússon
þetta hugsjónin sem ber að keppa að. Annars er bölsýni þeirra, sem benda
á, hve skammt menn séu enn komnir í áttina til guðsríkisins eftir 19 aldir,
ekki annað en skammsýni, miðuð við takmarkaðan sjónhring einnar
mannsæfi. Því hvað eru þúsund ár í sögu mannkynsins? Og hvað þá
heldur á mælikvarða eilífðarinnar? Miklu frekar megum vér undrast, hve
miklu hefur um þokað, og ekki síst mætti þessi kynslóð furða sig á því,
hve bræðralagshugsjónin eflist nú meðal mannanna, enda þótt í misjafn-
lega hreinu formi sé, sums staðar. „Það mundi vera óþarft að telja upp öll
þau grimmdarverk, sem hefur verið útrýmt á síðustu tvö hundrað árum.
Hinar siðferðilegu framfarir hafa verið furðulegar, og það er ekkert
annað svið sem vér getum verið eins vissir um að hugarfarsbreytingin
hefur verið sjálfkrafa, sönn og varanleg” (Inge, Ethics, bls. 280). En hitt
er blekking, að halda, að hugsjón bræðralagsins verði náð með aðferð
ofbeldisins. Það samfélag, sem upp af því rís, hlýtur alltaf að bera í sjálfu
sér mein nýrrar sundrungar, uns mönnum lærist að beita aðferð Krists,
að svara mótgerð með kærleikþjónustu. En til þess verður hugsjón Krists
að hafa gagnsýrt hugi manna og vilja, svo að bræðralagið spretti sem
sjálfsögð nauðsyn upp af skapgerð einstaklinganna.
Þetta kemur máske skýrast í ljós, þegar athuguð eru viðskiptin milli
þjóðanna. Þeim þjóðum, sem sjálfar hafa her, og eru undir valdi alda-
gamals vana, einsýnnar þjóðemishyggju og ósvífíns hergagna auðvalds, er
ekki eins sjálfsagt og oss að fyrirdæma hernað og stríð frá kristilegu
siðgæðissjónarmiði. Siðfræðingar þeirra gera gjarna tilraunir til að afsaka
stríð (Sjá. t.d. Kirn, bls. 72, Háring, Das christliche Leben, bls. 416,
Althaus, Ethik, bls.' 107, Herrmann, Ethik, bls. 211nn, og Adam, Ethics,
bls. 265nn, þar sem hann tilfærir fleiri augljós dæmi). Aðrir viðurkenna
þó, að stríðið sé ósamrýmanlegt kristilegu siðgæði, (Adam, bls. 264n,
Windisch: Der Sinn d. Bergpredigt, bls. 151-152), en telja það
óhjákvæmilegt eins og sakir standa. Enn aðrir stíga sporið til fulls, og
sýna fram á, að stríð geti ekki í neinni mynd verið til blessunar né
uppfyllt það hlutverk, sem verjendur þess telja afsaka tilveru þess (Inge,
Ethics, bls. 293-334, einkum bls. 315nn, Weinel, die Bergpredigt, bls.
105, Barry bls. 267-279). Þjóðabandalagið er í sjálfu sér viðurkenning
þess, að stríð sé ósæmileg aðgerð kristnum menningaþjóðum að leysa
deilumál sín. Starfsemi þess er að vísu í molum sakir þess, að enn em þau
öfl of sterk, sem vilja stríð, en svo mikið mun þó mega fullyrða, að það
hafi þegar tafið fyrir nýrri heimsstyrjöld, og viðleitni þess hefur, þrátt
fyrir allt, haft samúð og virðingu hinna bestu manna, sem annt er um að
láta anda Krists ráða í viðskiptum þjóða og einstaklinga. Sem dæmi þess
má nefna ályktun Lambethfundarins 1930, og samþykkt 50 enskra
kirkjuleiðtoga 1933 (birt í Christianity and the Crisis, bls. 507 og 51 ln).
Oss íslendingum, sem ekki höfum alist upp við hemaðarhug og vitum
ekki af neinu hervaldi vor á meðal, ætti að vera öðrum þjóðum
auðveldara að skilja það, að styrjaldir verða engan veginn samrýmdar
siðakröfum Krists, heldur eru alltaf hnefahögg reitt gegn bræðralags-
hugsjón kristindómsins. Sú aðferð, að beita ofbeldi hins sterkara, getur
162