Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 171

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Page 171
Sérkenni kristindómsins hljóta uppbyggingu af, er hann finnur boðskapinn færa sér styrk til lausnar verkefnum lífs síns, hvort heldur er í sorg eða gleði, þrengingum eða velgengni. 3. Hvað á að prédika? Fagnaðarerindið, þ.e. boðskap Jesú Krists, eins og hann verður best skilinn í ljósi hverrar samtíðar. Og ekki eitt atriði fagnaðarerindisins á kostnað annarra, heldur fagnaðarerindið allt. Boðun orðsins má þannig ekki vera bundin við þekkingaratriðin ein, eða heimfærslu þeirra mönnunum til hvatningar, áminningar eða huggunar, heldur verður hún einnig að fela í sér boðun trúarinnar, þ.e. guðssam- félagsins, og guðsríkisins, hinnar siðferðilegu fullkomnunar, sem upp af því sprettur. Það er ekki nóg, að prédika eingöngu um hið ómetanlega gildi mannsins, því að það leiðir til manndýrkunar, eins og sjá má dæmi hjá húmanistum, né um kross Krists og friðþæging fyrir blóð hans, því að það leiðir til þröngsýnnar vandlætingasemi og trúarofstækis, eins og dæmin sýna ljóslega, og eru svo kunn, að ekki þarf að nefna, eða um hina órannsakanlegu náð Guðs eina, því þá verður ekkert úr getu mannsins, og hin hvetjandi áhrif verða máttlaus, eins og reynslan varð í hinni lúthersku orthódoxíu. Heldur verður að vera jafnvægi milli þessara og annarra þátta boðskaparins. Skynsemistrúin boðaði einhliða siðfræði, en það má ekki hindra oss í að halda fram hinni siðfræðilegu hlið fagnaðar- erindisins, þótt hún lenti þar í öfgum. Og ekki er nóg að boða höfuðdrættina, sem fagnaðarerindið er fólgið í, heldur verður að heim- færa meginreglur þess til þess tíma og þeirra aðstæðna, sem söfnuðurinn lifir í. Það er hlutverk prédikarans, að draga þær ályktanir fyrir söfnuð sinn. Til þess á hann að hafa menntun og kunnugleik á þörfum tímans. í prédikuninni þarf innihald kristindómsins að birtast frá öllum hliðum, sem þekking, líf og starf, eitt getur verið aðalatriðið eitt sinn, annað í hitt skipti, en aldrei einhliða til lengdar, til þess að ekki lendi í öfgum í neina átt. „Tækifærið er hinn rétti texti; hlutverk hans Oprédikarans) er að draga orð Guðs út úr því, og þrengja því inn í hjörtu mannanna” (Gladden: The Christian Pastor, bls. 130). 4. Hvernig á að prédika? Þannig, að boðskapurinn þrengi sér inn að hjartarótum áheyrendanna. Til þess verður prédikunin að vera skiljanleg, aðlaðandi og áhrifarík. Hún verður að vera skiljanleg að efni til, eins og hún hlýtur að vera, ef fullnægt er því, sem sagt er hér að framan um það, hvað eigi að prédika. Boðskapur Jesú er einfaldur, og heimfæring hans á samtíðina á að gera hann enn skiljanlegri, en ekki loka hann inni í óskiljanlegum heilabrotum. Og hún verður að vera í skiljanlegum búningi. Mál sé einfalt og eðlilegt, framsetning og efnismeðferð öll skýr og ljós. Að því leyti sem öðru verður hún að vera miðuð við hæfileika áheyrendanna, þroska þeirra og menntun (Sbr. Niebergall: Die moderne Predigt, bls. 138). Hún verður að vera aðlaðandi, fjalla um hluti, sem söfnuðurinn hefur áhuga fyrir, en ekki vera úti á þekju, svo hjá áheyrendunum vakni leiðindi eða þeir jafnvel sofni undir ræðunni, eins og dæmi hafa verið til. Mestu varðar þó raunar framsetningin, því hið sígilda prédikunarefni, fagnaðarboðskapur Jesú, þarf aldrei að verða 169
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.