Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1993, Qupperneq 175
Sérkenni kristindómsins
Þegar allt kemur til alls, verður boðun orðsins að haldast í hendur til
boðun trúarinnar og boðun guðsríkisins, þ.e. fræðarinn verður einnig að
vera fyrirmynd, bæði í trúarlífi og siðgóðri framkomu. En allt af sannri,
innri þörf, ekki til að sýnast, heldur sjálfkrafa, af því að honum er það
eitt eiginlegt.
c) Frjáls boðun orðsins
Nú skal stuttlega minnst á það, sem hér er nefnt frjáls boðun orðsins, og
er þar átt við þann þátt í boðun kristindómsins, sem unninn er utan hins
lögskipaða verksviðs presta og skóla, og ekki hefur áður verið rætt í
sambandi við barnafræðsluna. Getur þar komið tvennt til greina: Frjáls
starfsemi presta og starfsemi leikmanna.
1. Mikil ástæða er til að ætla, vegna minnkandi þátttöku safnaða í
guðsþjónustum víða um lönd, að knýjandi þörf sé fyrir frjálsa starfsemi
prestanna að boðun orðsins utan hinna reglulegu guðsþjónustna. Reynslan
sýnir, að það starfsform, sem kirkjan hefur lengstum starfað undir að
boðun orðsins, fullnægir ekki þörfum allra, jafnvel ekki þeirra, sem finna
sig annars dregna að fagnaðarerindi Jesú og ekki síst þeirri hlið þess, sem
með orðum verður boðuð. Til þess að ná til þeirra manna, og til þess að
ræða ýmis efni, sem kristindómurinn á að láta sig skipta, og heppilegra er
að ræða utan hins venjulega prédikunarforms, er prestum nauðsyn að
starfa einnig að boðun orðsins á frjálsum grundvelli. Sú boðun getur
farið að nokkru leyti fram í fyrirlestrum, og virðist hér á landi rík
ástæða til þess að prestar starfi að fyrirlestrahaldi í sambandi við
samkomur manna, og gefa þeim með því meiri menningarblæ en þær
hafa víða, og stuðla um leið að því að hinn kristilegi boðskapur nái til
annarra en að jafnaði sækja kirkjur. Þá er og mikinn akur að plægja og sá
þar sem eru skólar, sérstaklega unglingaskólar, og er víða vel þegið að
prestar flytji fyrirlestraflokk við skóla um kristileg málefni. Einnig getur
komið til mála, sérstaklega í þéttbýli, að prestar flytji sjálfstæða
fyrirlestraflokka fyrir söfnuði sína um ýmis áhugamál sín og safnaðarins,
sem kristindómurinn getur haft áhrif á til úrlausnar þeirra, eða eflt
vakandi kristnilíf með söfnuðinum.
Hér mun mega telja til útvarpsstarfsemina, ekki aðeins fyrirlestra, sem
fluttir eru í útvarpið um kristileg mál, hvort heldur er fræðandi,
hvetjandi eða áminnandi, um trúarleg eða siðferðileg efni, heldur einnig
útvarpsguðsþjónustumar svo nefndu, þ.e.a.s. þær, sem ekki em fluttar úr
kirkjum. Mörg rök benda til þess, að heppilegra sé að útvarpa sérstökum
útvarpsguðsþjónustum, sem séu sniðnar með það fyrir augum, að þeirra
skuli aðeins notið með heyrninni, og hefur íslenska kirkjan tjáð sig því
fylgjandi, með samþykkt Sýnódusar árið 1934 (Sjá Kirkjublað 1934, bls.
186). Slíkar guðsþjónustur geta aldrei náð þeim tilgangi, sem venjulegum
guðsþjónustum er ætlað, að sameina menn á helgum stað til sameigin-
legrar hugleiðingar og trúarlífs. Aðalatriði þeirra verður alltaf hinn
munnlegi flutningur orðsins, ásamt hljóðfæralist og fögmm söng, sem